Harðákveðinn Trump hlustar ekki á þjóðina Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 18:24 Bandaríkjaforseti getur neitað að staðfesta fjárlagafrumvörp. Nordicphotos/AFP Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00
Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45
Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52