Þetta afar ólíklega golfpar spilaði saman á golfmóti á dögunum þar sem gamlar kempur spiluðu með þekktum einstaklingum.
Í úrslitaleiknum höfðu Nicklaus og Rock betur gegn kempunum Gary Player og Lee Trevino.
„Þetta var truflað maður,“ sagði Kid Rock eftir mótið. „Ég verð venjulega ekki stressaður en ég var pínustressaður í dag. Sem betur fer náði ég að spila vel með kallinum.“
Kid Rock er sleipur kylfingur og Nicklaus hrósaði honum eftir mótið. Sagði að hann hefði komið sér á óvart.
