Körfubolti

Westbrook skoraði 47 stig en var sendur í sumarfrí | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Russell Westbrook er búinn í ár.
Russell Westbrook er búinn í ár. vísir/getty
Houston Rockets gekk endanlega frá Oklahoma City Thunder í einvígi liðanna í átta liða úrslitum vesturdeildar NBA í nótt þegar liðið vann fimmta leikinn, 105-99, og einvígið, 4-1.

Russell Westbrook gerði hvað hann gat að vanda og var grátlega nálægt enn einn þrennunni en hann skoraði 47 stig, tók ellefu fráköst og gaf níu stoðsendingar.

James Harden skoraði 34 stig fyrir Houston auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Lou Williams kom sterkur inn af bekknum með 22 stig.

San Antonio Spurs er komið í 3-2 í rimmunni á móti Memphis Grizzlies en liðið vann fimmta leik liðanna á heimavelli sínum í nótt, 116-103.

Kawhi Leonard skoraði 28 stig fyrir Spurs en Mike Conley skoraði 26 stig fyrir Grizzlies. Eftir að lenda undir 2-0 gerði Memphis þetta að alvöru seríu með því að vinna næstu tvo á heimavelli og jafna í 3-2.

Þá er Utah Jazz komið yfir í spennandi rimmu þess á móti LA Clippers, 3-2, eftir fjögurra stiga sigur á útivelli í nótt, 96-92. Þetta eru liðin sem höfnuðu í fjórða og fimmta sæti vestursins.

Chris Paul skoraði 28 stig fyrir Clippers og J.J. Redick 26 en Gordon Hayward skoraði 27 stig fyrir Utah Jazz sem getur tryggt sér farseðilinn í undanúrslitin á heimavelli í næsta leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×