Starfsemi United Silicon stöðvuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. apríl 2017 09:07 Verksmiðja United Silicon í Helguvík Vísir/Eyþór Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi United Silicom í Helguvík. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. Stöðvunin gildir þangað til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í bréfi Umhverfisstofnunar segir að jákvæð þróun hafi orðið varðandaði ráðstafanir United Silicon að undanförnu hvað varðar greiningu á vandamálum verksmiðjunnar og leiðum til úrbóta. Engu að síður telur Umhverfisstofnun nausðynlegt að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um orsök lyktarmengunar sem kvartað hefur verið yfir og ráðstafanir til úrbóta áður en reglubundinn rekstur ljósbogaofns verði heimilaður á ný.Þurfa að tilkynna íbúum með fyrirvara verði ofninn gangsettur Umhverfisstofnun fyrirskipaði þann 18. apríl síðastliðinn að starfsemi kísilverksmiðjunnar skyldi stöðvuð en forsvarsmenn United Silicon fengu frest til gærdagsins til þess að andmæla ákvörðun Umhverfisstofnunar.Framtíð verksmiðjunnar er hulin óvissu.Vísir/VilhelmÍ andmælum United Silicon kom fram að fyrirtækið geri ekki efnislegar athugasemdir við áform Umhverfisstofnunar um lokun. Þá kom einnig fram að leitað hafi verið til norsks ráðgjafafyrirtækis til þess að leysa vandamál verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun vinunr nú að útttekt á verksmiðjunni og mun einnig heimila United Silicon að gangsetja ljósbogaofninn vegna frekari greiningar lyktarmengunar og mati á mögulegum úrbótum. Í bréfinu segir að tilkynna skuli Umhverfisstofnun um tímasetningu fyrirhugaðrar upppkeyrslu ofnsins. Mikilvægt sé að við tímasetningu slíkrar gangsetningu sé miðað við hagstæða vindátt til að draga úr áhrifum á íbúa. Þá muni Umhverfisstofnun hafa eftirlit með uppkeyrslunni og er tímasetning hennar því háð samþykki stofnunarinnar. Þá þarf United Silicon einnig að tilkynna íbúum Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Stöðvun á starfsemi United Silicon varir þar til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar að mati Umhverfisstofnunar, að því er segir í bréfinu sem nálgast má hér fyrir neðan. United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun. 25. apríl 2017 18:45 Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Laust rör olli eldinum í United Silicon Vinnueftirlitið rannsakar brunann sem kom upp í síðustu viku. 25. apríl 2017 18:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi United Silicom í Helguvík. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. Stöðvunin gildir þangað til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í bréfi Umhverfisstofnunar segir að jákvæð þróun hafi orðið varðandaði ráðstafanir United Silicon að undanförnu hvað varðar greiningu á vandamálum verksmiðjunnar og leiðum til úrbóta. Engu að síður telur Umhverfisstofnun nausðynlegt að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir um orsök lyktarmengunar sem kvartað hefur verið yfir og ráðstafanir til úrbóta áður en reglubundinn rekstur ljósbogaofns verði heimilaður á ný.Þurfa að tilkynna íbúum með fyrirvara verði ofninn gangsettur Umhverfisstofnun fyrirskipaði þann 18. apríl síðastliðinn að starfsemi kísilverksmiðjunnar skyldi stöðvuð en forsvarsmenn United Silicon fengu frest til gærdagsins til þess að andmæla ákvörðun Umhverfisstofnunar.Framtíð verksmiðjunnar er hulin óvissu.Vísir/VilhelmÍ andmælum United Silicon kom fram að fyrirtækið geri ekki efnislegar athugasemdir við áform Umhverfisstofnunar um lokun. Þá kom einnig fram að leitað hafi verið til norsks ráðgjafafyrirtækis til þess að leysa vandamál verksmiðjunnar. Umhverfisstofnun vinunr nú að útttekt á verksmiðjunni og mun einnig heimila United Silicon að gangsetja ljósbogaofninn vegna frekari greiningar lyktarmengunar og mati á mögulegum úrbótum. Í bréfinu segir að tilkynna skuli Umhverfisstofnun um tímasetningu fyrirhugaðrar upppkeyrslu ofnsins. Mikilvægt sé að við tímasetningu slíkrar gangsetningu sé miðað við hagstæða vindátt til að draga úr áhrifum á íbúa. Þá muni Umhverfisstofnun hafa eftirlit með uppkeyrslunni og er tímasetning hennar því háð samþykki stofnunarinnar. Þá þarf United Silicon einnig að tilkynna íbúum Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Stöðvun á starfsemi United Silicon varir þar til skýringar liggja fyrir um orsakir lyktarmengunar og nægjanlegar úrbætur framkvæmdar að mati Umhverfisstofnunar, að því er segir í bréfinu sem nálgast má hér fyrir neðan.
United Silicon Tengdar fréttir Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00 Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun. 25. apríl 2017 18:45 Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Laust rör olli eldinum í United Silicon Vinnueftirlitið rannsakar brunann sem kom upp í síðustu viku. 25. apríl 2017 18:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Ofnstöðvun skýrir mengun Eins og vitað var eru það óvæntar stöðvanir ljósbogaofnsins í verksmiðju United Silicon í Helguvík sem veldur hinni miklu loftmengun sem stafað hefur frá verksmiðjunni að undanförnu. 25. apríl 2017 07:00
Ræsa ekki ljósbogaofninn án samráðs við Umhverfisstofnun United Silicon hefur ákveðið að leita til norsku loftrannsóknarstofnunarinnar til að framkvæma mælingar á loftgæðum í nágrenni við kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík þegar ljósbogaofn verksmiðjunnar verður ræstur að nýju. United Silicon hefur engin áform um að ræsa ofninn aftur án samráðs við Umhverfisstofnun. 25. apríl 2017 18:45
Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00
Laust rör olli eldinum í United Silicon Vinnueftirlitið rannsakar brunann sem kom upp í síðustu viku. 25. apríl 2017 18:42