Trump fær ekki fé fyrir landamæraveggnum Sæunn Gísladóttir skrifar 27. apríl 2017 07:00 Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað að bygging veggjarins verði ekki á þessum fjárlögum. NordicPhotos/AFP Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Hvíta húsið og bandaríska þingið þurfa að koma sér saman um fjárlög sem samþykkja verður fyrir miðnætti á föstudag til að koma í veg fyrir að ríkisstofnanir hætti starfsemi. Örðugleikar höfðu komið upp í samningaviðræðum milli Repúblikana og Demókrata þar sem þeir síðarnefndu vilja ekki borga fyrir vegg við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Á mánudag virtist Donald Trump Bandaríkjaforseti þó hafa skipt um skoðun og greinir NY Times frá því að hann hafi sagst vera tilbúinn til að bíða með fjárveitingu til byggingar veggjarins og sætta sig einungis við aukafjárveitingu til öryggismála við landamærin. Fjárlögin munu gilda til 30. september næstkomandi og líkur eru á að reynt verði að tryggja fjárveitingu til byggingar veggjarins þegar ný fjárlög verða samin í september. Annað deilumál er heilbrigðiskerfið. Trump hefur gefið það út að hann muni ekki samþykkja tillögu Demókrata um að niðurgreiðslur til Obamacare-heilbrigðiskerfisins verði með í fjárlögum. PBS greinir frá því að þúsundir kolanámumanna sem komnir eru á eftirlaun gætu misst aðgengi sitt að heilbrigðisþjónustu ef það verður ekki tryggt í þessum fjárlögum. Sama deila leiddi næstum til þess að ríkisstofnanir hættu starfsemi í fyrra. Demókratar segja einnig að Repúblíkanar vilji að fleiri atvinnurekendur geti komist undan að borga fyrir getnaðarvarnir kvenna í heilbrigðistryggingu þeirra, sú deila gæti einnig haft áhrif á afgreiðslu fjárlaganna. Forsvarsmenn beggja flokka segjast bjartsýnir á að komist verði að niðurstöðu. Lögð verður áhersla á útgjöld til hersins og öryggismála við landamærin að sinni. PBS greinir frá því að ef allt fer á versta veg í samningaviðræðum sé ein lausn að gerð verði nokkurra daga fjárlög og haldið áfram að semja fram í næstu viku um áætlunina til september næstkomandi.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira