Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 13:00 Ronaldo er sakaður um að hafa greitt stúlku í Bandaríkjunum svo hún myndi ekki kæra hann fyrir nauðgun. vísir/getty Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel. Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel.
Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Sjá meira