Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 13:00 Ronaldo er sakaður um að hafa greitt stúlku í Bandaríkjunum svo hún myndi ekki kæra hann fyrir nauðgun. vísir/getty Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel. Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel.
Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira