Samkvæmt heimildum Wojnarowskis tekur framkvæmdastjóri Indiana, Kevin Pritchard, við starfi Birds. Goðsögnin verður þó í einhvers konar ráðgjafarhlutverki hjá Indiana. Bird hefur einnig verið orðaður við forsetastöðuna hjá Orlando Magic.
Bird, sem er borinn og barnfæddur í Indiana, hefur verið nær samfleytt hjá Indiana Pacers í 20 ár. Hann þjálfaði liðið frá 1997-2000 og tók svo við sem forseti þess 2003 og hefur gengt því starfi síðan, að einu ári undanskildu.
Bird er sá eini í sögu NBA sem hefur verið valinn verðmætasti leikmaður ársins, þjálfari ársins og framkvæmdastjóri ársins.
Bird kom Indiana einu sinni í úrslit NBA (2000) sem þjálfari liðsins. Í forsetatíð hans komst Indiana lengst í úrslit Austurdeildarinnar.
Indiana lenti í 8. sæti Austurdeildarinnar í vetur og var svo sópað úr leik af Cleveland Cavaliers í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Larry Bird is stepping down as Pacers president, league sources tell @TheVertical. Kevin Pritchard will take over basketball operations.
— Adrian Wojnarowski (@WojVerticalNBA) April 28, 2017