Bandaríkin, Kanada og Mexíkó tilkynntu í nótt að knattspyrnusambönd þjóðanna vilji halda heimsmeistarakeppnina eftir níu ár en það verður fyrsta HM eftir að fjölgað verður úr 32 liðum upp í 48.
Það vekur athygli að múrinn hans Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hann hefur lofað að byggja á milli Bandaríkjanna og Mexíkó er ekki mikið að trufla menn í þessu sameiginlega framboði. Það eru níu ár í þessa keppni og múrinn ætti því að vera kominn upp fyrir þann tíma.
Heimsmeistarakeppnin hefur aldrei áður farið fram í þremur löndum. Það verður ákveðið árið 2020 hvar keppnin muni fara fram en með þessu framboði verður að teljast afar líklegt á HM 2016 fari fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Evrópsk og asísk knattspyrnusambönd mega ekki halda keppnina 2026 þar sem þau halda keppnirnar á undan.
Næsta heimsmeistarakeppnin fer fram í Rússlandi á næsta ári og HM 2022 verður síðan í Katar.
Knattspyrnusambönd Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó eru þegar búin að skipta með sér leikjum. 60 leikir alls og allir leikir frá og með átta liða úrslitunum fara fram í Bandaríkjunum en tíu leikir verða spilaðir bæði í Kanada og Mexíkó.
Bandaríkin hélt HM 1994 og HM kvenna 2015 fór fram í Kanada. Mexíkó á aftur möguleika á því að verða fyrsta þjóðin til að halda þrjár heimsmeistarakeppnir en áður hefur HM verið í Mexíkó 1970 og 1986.
Heimsmeistaramótið 2026 mun byrja með sextán þriggja liða riðlum þar sem tvær efstu þjóðirnar komast í 32 liða úrslitin.
It's official! USA, Canada and Mexico declare intention to submit unified bid to host 2026 FIFA World Cup.
— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017
Details: https://t.co/Ua6lVOMXl6 pic.twitter.com/ye10ll5ypR
A unified bid to welcome the world to in 2026!
— U.S. Soccer (@ussoccer) April 10, 2017
More: https://t.co/Ua6lVOvlWw pic.twitter.com/wlrjksDroC