Vill óhræddu stúlkuna burt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. apríl 2017 15:29 Styttunni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra. Vísir/Getty Arturo Di Modica, listamaðurinn sem hannaði hið fræga naut Wall Street hefur krafist þess að stytta af lítilli stúlku, sem staðið hefur á móti nautinu frá 8. mars síðastliðnum, verði fjarlægð. Styttan af stúlkunni heitir Óhrædda stúlkan og er eftir listakonuna Kristen Visbal. Á merkingu fyrir framan hana stendur „Þekktu máttinn af konum í forystu“ og „hún skiptir máli.“ Styttunni var komið fyrir í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna og fyrst stóð til að hún fengi að standa í einn mánuð. Borgaryfirvöld í New York hafa nú hins vegar gefið leyfi fyrir því að styttan standi út febrúar árið 2018. Norman Siegel, lögfræðingur Di Modica, segir að staðsetning stúlkunnar brjóti höfundarréttarlög og hefur krafist þess að styttan verði færð. „Við erum ekki að segja að hún þurfi að vera færð út fyrir borgina. Hún þarf bara að vera staðsett annars staðar,“ segir Siegel. Styttan af litlu stúlkunni hefur orðið vinsæl meðal ferðamanna í borginni síðan hún var reist en henni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra. Styttunni af nautinu var komið fyrir í skjóli nætur árið 1989 og átti það aða vera tákn um styrk New York borgar eftir verðbréfahrun ársins 1987. Tengdar fréttir Lítil óhrædd stúlka til höfuðs nauti Wall Street State Street Global Advisors, þriðja stærsta eignastýringafyrirtæki heims, hefur nú látið reisa styttu af ungri stúlku á móti hinu fræga nauti Wall Street í New York. 8. mars 2017 08:51 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Arturo Di Modica, listamaðurinn sem hannaði hið fræga naut Wall Street hefur krafist þess að stytta af lítilli stúlku, sem staðið hefur á móti nautinu frá 8. mars síðastliðnum, verði fjarlægð. Styttan af stúlkunni heitir Óhrædda stúlkan og er eftir listakonuna Kristen Visbal. Á merkingu fyrir framan hana stendur „Þekktu máttinn af konum í forystu“ og „hún skiptir máli.“ Styttunni var komið fyrir í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna og fyrst stóð til að hún fengi að standa í einn mánuð. Borgaryfirvöld í New York hafa nú hins vegar gefið leyfi fyrir því að styttan standi út febrúar árið 2018. Norman Siegel, lögfræðingur Di Modica, segir að staðsetning stúlkunnar brjóti höfundarréttarlög og hefur krafist þess að styttan verði færð. „Við erum ekki að segja að hún þurfi að vera færð út fyrir borgina. Hún þarf bara að vera staðsett annars staðar,“ segir Siegel. Styttan af litlu stúlkunni hefur orðið vinsæl meðal ferðamanna í borginni síðan hún var reist en henni er ætlað að minna fyrirtæki á að auka vægi kvenna í stjórnum þeirra. Styttunni af nautinu var komið fyrir í skjóli nætur árið 1989 og átti það aða vera tákn um styrk New York borgar eftir verðbréfahrun ársins 1987.
Tengdar fréttir Lítil óhrædd stúlka til höfuðs nauti Wall Street State Street Global Advisors, þriðja stærsta eignastýringafyrirtæki heims, hefur nú látið reisa styttu af ungri stúlku á móti hinu fræga nauti Wall Street í New York. 8. mars 2017 08:51 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lítil óhrædd stúlka til höfuðs nauti Wall Street State Street Global Advisors, þriðja stærsta eignastýringafyrirtæki heims, hefur nú látið reisa styttu af ungri stúlku á móti hinu fræga nauti Wall Street í New York. 8. mars 2017 08:51