LeBron náði líka sögulegri tölfræði á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 11:45 LeBron James. Vísir/Getty Titilvörn LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers hefst á laugardaginn þegar úrslitakeppnin hefst. Þeir mæta Indiana Pacers í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James er ekki mikið í umræðunni um valið á besta leikmanni deildarinnar þökk sér sögulegum tímabilum hjá þeim Russell Westbrook og James Harden. Tímabilið hjá LeBron James var hinsvegar ekkert slor og þegar betur var að gáð, sögulegt líka. LeBron James varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að vera með að minnsta kosti 25 stig í leik, 8 fráköst í leik, 8 stoðsendingar í leik og 54 prósent skotnýtingu. LeBron var með 26,4 stig að meðaltali í leik í þeim 74 leikjum sem hann spilaði auk þess að taka 8,6 fráköst í leik, gefa 8,7 stoðsendingar í leik og hitta úr 54,8 prósent skotum sínum. James gerði þarna betur en allir og þar á meðal er fyrirmyndin hans Michael Jordan. Michael Jordan hafði komist næstur þessu með Chicago Bulls liðsins tímabilið 1988-89 en Jordan var þá 32,5 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 8,0 fráköst í leik, gefa 8,0 stoðsendingar í leik og hitta úr 53,8 prósent skotum sínum. Einn annar hefur náð þessu með yfir 50 prósent skotnýtingu og fyrrnefnda tölfræði en það var Oscar Robertson með Cincinnati Royals 1962-63. Robertson var þá með 51,8 prósent skotnýtingu auk þess að skora 28,3 stig, taka 10,4 fráköst og gefa 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James var að hækka þessar tölur hjá sér verulega því í fyrravetur var hann „bara“ með 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar í leik auk þess að skora 25,3 stig í leik og hitta úr 52 prósent skota sinna. Cleveland Cavaliers tapaði fjórum síðustu leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur aðeins unnið 9 af 22 leikjum sínum frá og með 4. mars. Frábær tölfræði LeBron James hefur ekki getað breytt því en hann spilaði reyndar ekki tvo síðustu leiki liðsins.Another historic season!LeBron is the first player in #NBA history with at least 25 PPG 8 RPG 8 APG and 54+ FG%! pic.twitter.com/QgNhtIBcqu— NBA.com/Stats (@nbastats) April 13, 2017 NBA Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Titilvörn LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers hefst á laugardaginn þegar úrslitakeppnin hefst. Þeir mæta Indiana Pacers í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. LeBron James er ekki mikið í umræðunni um valið á besta leikmanni deildarinnar þökk sér sögulegum tímabilum hjá þeim Russell Westbrook og James Harden. Tímabilið hjá LeBron James var hinsvegar ekkert slor og þegar betur var að gáð, sögulegt líka. LeBron James varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem nær að vera með að minnsta kosti 25 stig í leik, 8 fráköst í leik, 8 stoðsendingar í leik og 54 prósent skotnýtingu. LeBron var með 26,4 stig að meðaltali í leik í þeim 74 leikjum sem hann spilaði auk þess að taka 8,6 fráköst í leik, gefa 8,7 stoðsendingar í leik og hitta úr 54,8 prósent skotum sínum. James gerði þarna betur en allir og þar á meðal er fyrirmyndin hans Michael Jordan. Michael Jordan hafði komist næstur þessu með Chicago Bulls liðsins tímabilið 1988-89 en Jordan var þá 32,5 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 8,0 fráköst í leik, gefa 8,0 stoðsendingar í leik og hitta úr 53,8 prósent skotum sínum. Einn annar hefur náð þessu með yfir 50 prósent skotnýtingu og fyrrnefnda tölfræði en það var Oscar Robertson með Cincinnati Royals 1962-63. Robertson var þá með 51,8 prósent skotnýtingu auk þess að skora 28,3 stig, taka 10,4 fráköst og gefa 9,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James var að hækka þessar tölur hjá sér verulega því í fyrravetur var hann „bara“ með 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar í leik auk þess að skora 25,3 stig í leik og hitta úr 52 prósent skota sinna. Cleveland Cavaliers tapaði fjórum síðustu leikjum sínum í deildarkeppninni og hefur aðeins unnið 9 af 22 leikjum sínum frá og með 4. mars. Frábær tölfræði LeBron James hefur ekki getað breytt því en hann spilaði reyndar ekki tvo síðustu leiki liðsins.Another historic season!LeBron is the first player in #NBA history with at least 25 PPG 8 RPG 8 APG and 54+ FG%! pic.twitter.com/QgNhtIBcqu— NBA.com/Stats (@nbastats) April 13, 2017
NBA Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira