Mourinho: Ef ég væri varnarmaður Manchester United þá væri ég mjög fúll út í þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 11:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, ósáttur á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sitt lið gera einn eitt jafntefli í gær í fyrri leik liðsins á móti belgíska liðinu Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United var 1-0 yfir í Belgíu þegar 85 mínútur voru liðnar af leiknum og hafði fengið fjölda færa til að bæta við mörkum. Anderlecht náði hinsvegar að jafna leikinn með sínu fyrsta skoti á mark United í leiknum. „Ef ég væri varnarmaður Manchester United þá væri ég mjög fúll út í sóknarmenn liðsins. Þeir stóðu sig vel í vörninni en það voru mennirnir sem áttu að drepa leikinn sem gerðu það ekki,“ sagði Jose Mourinho við BBC eftir leikinn. Manchester United liðið hefur aðeins skorað 46 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hin liðin í toppbaráttunni, Chelsea, Tottenham, Liverpool, Manchester City og Arsenal, hafa öll skorað yfir 60 mörk. „Þetta er sama vandamálið hjá okkur og vanalega. Við höfðum stjórnina, við fengum færin en við skorum bara ekki nógu mikið af mörkum,“ sagði Jose Mourinho við BBC. „Á minni slöku ensku þá get ég ekki fundið annað orð en hroðvirknislegt (sloppy). Menn verða að spila af meiri alvöru,“ skaut Mourinho aftur á sóknarmenn sína. „Þó að við myndum leggja saman frammistöðu tveggja eða þriggja framherja okkar þá væri það ekki að skila miklu. Marcus Rashford, Jesse Lingard, Zlatan Ibrahimovic og Anthony Martial voru allir svipaðir,“ sagði Mourinho. Henrikh Mkhitaryan skoraði eina mark Manchester United í leiknum og það kom á 36. mínútu. United-liðið reyndi fimmtán önnur skot í leiknum án árangurs. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sitt lið gera einn eitt jafntefli í gær í fyrri leik liðsins á móti belgíska liðinu Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United var 1-0 yfir í Belgíu þegar 85 mínútur voru liðnar af leiknum og hafði fengið fjölda færa til að bæta við mörkum. Anderlecht náði hinsvegar að jafna leikinn með sínu fyrsta skoti á mark United í leiknum. „Ef ég væri varnarmaður Manchester United þá væri ég mjög fúll út í sóknarmenn liðsins. Þeir stóðu sig vel í vörninni en það voru mennirnir sem áttu að drepa leikinn sem gerðu það ekki,“ sagði Jose Mourinho við BBC eftir leikinn. Manchester United liðið hefur aðeins skorað 46 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hin liðin í toppbaráttunni, Chelsea, Tottenham, Liverpool, Manchester City og Arsenal, hafa öll skorað yfir 60 mörk. „Þetta er sama vandamálið hjá okkur og vanalega. Við höfðum stjórnina, við fengum færin en við skorum bara ekki nógu mikið af mörkum,“ sagði Jose Mourinho við BBC. „Á minni slöku ensku þá get ég ekki fundið annað orð en hroðvirknislegt (sloppy). Menn verða að spila af meiri alvöru,“ skaut Mourinho aftur á sóknarmenn sína. „Þó að við myndum leggja saman frammistöðu tveggja eða þriggja framherja okkar þá væri það ekki að skila miklu. Marcus Rashford, Jesse Lingard, Zlatan Ibrahimovic og Anthony Martial voru allir svipaðir,“ sagði Mourinho. Henrikh Mkhitaryan skoraði eina mark Manchester United í leiknum og það kom á 36. mínútu. United-liðið reyndi fimmtán önnur skot í leiknum án árangurs.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira