Klúðruðu tveimur vítum á tveimur mínútum og hafa klúðrað sex vítum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2017 06:00 Carrasco klúðraði víti og missti af þrennunni. vísir/getty Þótt Atlético Madrid vinni hvern leikinn á fætur öðrum þessa dagana gengur liðinu bölvanlega að skora úr vítaspyrnum. Atlético vann 3-0 sigur á botnliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þrátt fyrir öruggan sigur brenndi Atlético af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Yannick Ferreira Carrasco skoraði fyrstu tvö mörk Atlético í leiknum og fékk gullið tækifæri til að ná þrennunni þegar vítaspyrna var dæmd á Osusana á 89. mínútu. Salvatore Sirigu varði hins vegar frá Carrasco og kom í veg fyrir að hann skoraði sitt þriðja mark. Aðeins mínútu síðar fékk Atlético aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Thomas Partey á punktinn en Sirigu varði aftur. Atlético hefur nú klúðrað sex vítum í röð í spænsku deildinni sem verður að teljast ansi mögnuð tölfræði. Liðið hefur alls fengið átta víti í deildinni í vetur en aðeins nýtt fjórðung þeirra. Tvisvar sinnum í vetur hefur Atlético klikkað á tveimur vítum í sama leiknum. Það gerðist einnig í 0-2 útisigri á Valencia 2. október í fyrra. Auk Carrasco og Thomas hafa Antoine Griezmann (2), Gabi og Fernando Torres klikkað á víti í deildinni. Torres var sá síðasti sem skoraði úr víti fyrir Atlético, í 5-0 sigri á Sporting Gijon 17. september í fyrra.Síðustu sex vítaspyrnur Atlético Madrid í spænsku deildinni: Thomas Partrey gegn Osasuna 15. apríl 2017, varið Yannick Ferreira Carrasco gegn Osasuna 15. apríl 2017, varið Fernando Torres gegn Celta Vigo 12. febrúar 2017, varið Antoine Griezmann gegn Leganés 4. febrúar 2017, varið Gabi gegn Valencia 2. október 2016, varið Antoine Griezmann gegn Valencia 2. október 2016, varið#SPOTFACT - Atlético Madrid has missed the last SIX penalties taken in #LaLiga (today, two missed in two minutes)— MisterChip (English) (@MisterChiping) April 15, 2017 Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Þótt Atlético Madrid vinni hvern leikinn á fætur öðrum þessa dagana gengur liðinu bölvanlega að skora úr vítaspyrnum. Atlético vann 3-0 sigur á botnliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þrátt fyrir öruggan sigur brenndi Atlético af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Yannick Ferreira Carrasco skoraði fyrstu tvö mörk Atlético í leiknum og fékk gullið tækifæri til að ná þrennunni þegar vítaspyrna var dæmd á Osusana á 89. mínútu. Salvatore Sirigu varði hins vegar frá Carrasco og kom í veg fyrir að hann skoraði sitt þriðja mark. Aðeins mínútu síðar fékk Atlético aðra vítaspyrnu. Að þessu sinni fór Thomas Partey á punktinn en Sirigu varði aftur. Atlético hefur nú klúðrað sex vítum í röð í spænsku deildinni sem verður að teljast ansi mögnuð tölfræði. Liðið hefur alls fengið átta víti í deildinni í vetur en aðeins nýtt fjórðung þeirra. Tvisvar sinnum í vetur hefur Atlético klikkað á tveimur vítum í sama leiknum. Það gerðist einnig í 0-2 útisigri á Valencia 2. október í fyrra. Auk Carrasco og Thomas hafa Antoine Griezmann (2), Gabi og Fernando Torres klikkað á víti í deildinni. Torres var sá síðasti sem skoraði úr víti fyrir Atlético, í 5-0 sigri á Sporting Gijon 17. september í fyrra.Síðustu sex vítaspyrnur Atlético Madrid í spænsku deildinni: Thomas Partrey gegn Osasuna 15. apríl 2017, varið Yannick Ferreira Carrasco gegn Osasuna 15. apríl 2017, varið Fernando Torres gegn Celta Vigo 12. febrúar 2017, varið Antoine Griezmann gegn Leganés 4. febrúar 2017, varið Gabi gegn Valencia 2. október 2016, varið Antoine Griezmann gegn Valencia 2. október 2016, varið#SPOTFACT - Atlético Madrid has missed the last SIX penalties taken in #LaLiga (today, two missed in two minutes)— MisterChip (English) (@MisterChiping) April 15, 2017
Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira