Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 19:25 Sólmundur Hólm Sólmundarson. VÍSIR/STEFÁN Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “ Fréttir af flugi Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “
Fréttir af flugi Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira