Telur að fólk fái leið á „hálfvitapáskaeggjum“ Sæunn Gísladóttir skrifar 18. apríl 2017 07:00 Ekki hugnast öllum nýir málshættir sem leyndust í páskaeggjum landsmanna í ár. Þjóðháttafræðingur segir nýju málshættina ekki eins hnitmiðaða og þá gömlu. Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Um nýliðna páska vakti það athygli að margir málshættir væru illskiljanlegir og var mörgum þeirra líkt við útúrsnúninga og brandara. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir það nýlegt að búnir séu til nýir málshættir. „Ég borða svo lítið af páskaeggjum núorðið að ég fylgist kannski ekki nógu mikið með. En ég hef orðið var við það að fólk er að búa til málshætti á seinustu árum. Ef fólk hefur gaman af því að búa til eigin málshætti er það í lagi, en þau sýnishorn sem ég hef séð af þessum nýju málsháttum finnst mér heldur daufleg, svo ekki sé meira sagt, ekki eins hnitmiðuð og þessir gömlu málshættir voru."Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur Fréttablaðið/GVAÁrni segir að ef fólk á erfitt með að skilja hefðbundna málshætti megi glugga í málsháttasöfn sem hafa verið til í tæpar tvær aldir hér á landi. „Það er eðlilegast að nýta þau og ég held að það sé stundum betra en að fara á netið, því það eru til ágætar bækur." Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju segist hafa fundist hann vera svikinn þegar hann fékk fyrir nokkrum árum málshátt sem var algjör útúrsnúningur og brandari. Hann segir að málshátturinn hafi verið eitthvað á borð við „ekki er jakki frakki þó að síður sé." „Ef þú á annað borð ætlar að gefa þig út fyrir að vera með hefðbundið páskaegg, þá ertu með hefðbundinn málshátt í því. Ef þú ætlar að vera með eitthvað grín og fíflaskap þá selur þú þetta sem grínegg. Það er nánast eins og þetta sé svikin vara ef þú færð ekki málshátt heldur aulabrandara."Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju Fréttablaðið/GVADavíð telur að aukið sambandsleysi við hefðir og venjur og aukið virðingarleysi við þær, geti mögulega skýrt þessa breytingu. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að þessir nýju málshættir endist. „Það spretta upp bólur og svo verða allir leiðir á tilbreytingunni eftir mjög stuttan tíma, það er ástæða fyrir að klassík verður klassík. Eftir nokkur ár verða allir orðnir leiðir á hálfvitapáskaeggjum og vilja alvöru málshætti í sín páskaegg og þá leggst þetta af." „Ég held að þetta sé í sjálfu sér ekkert stórt mál, en ef þú ert að safna málsháttunum þínum eða eitthvað svoleiðis þá er ferlega leiðinlegt að fá einhvern aulabrandara en ekki málshátt."Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Páskar Tengdar fréttir Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir sármóðgaða viðskiptavini eiga það til að hringja og kvarta yfir neikvæðum málsháttum í páskaeggjum sínum. 4. apríl 2015 10:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent