Er Dodge Challenger SRT Demon 1.023 hestöfl? Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2017 09:40 Það ætti að vera hægt að spóla myndarlega með 1.023 hestöfl til taks. Dodge hefur nú í nokkurn tíma boðið Dodge Challenger Hellcat bíl sinn með öflugri 707 hestafla vél, en vinnur nú að smíði enn öflugri gerðar bílsins sem fær nafnið Dodge Challenger SRT Demon. Heyrst hefur að þar fari mun öflugri bíll með 1.023 hestöfl undir húddinu. Þarna væri Dodge að slá við sjálfum sér því Dodge Challenger Hellcat er nú þegar öflugasti fjöldaframleiddi bíllinn í Bandaríkjunum. Challenger Demon á víst að hafa þrjár aflstillingar, eða “Power Modes”, eins og hermt er innanbúðar hjá Dodge. Power Mode 1 skilar 757 hestöflum, Power Mode 2 815 hestöflum og Power Mode 3 1.023 hestöflum en ekki er ráðlegt að setja bílinn í Power Mode 3 nema undir ákveðnum kringumstæðum. Það krefst 100 octana bensíns, viðbótar 3.000 dollara Performance Control Module og svokallaðs Drag Mode að auki, en sá búnaður breytir afköstum vélarinnar og hækkar mögulegan snúningshraða. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent
Dodge hefur nú í nokkurn tíma boðið Dodge Challenger Hellcat bíl sinn með öflugri 707 hestafla vél, en vinnur nú að smíði enn öflugri gerðar bílsins sem fær nafnið Dodge Challenger SRT Demon. Heyrst hefur að þar fari mun öflugri bíll með 1.023 hestöfl undir húddinu. Þarna væri Dodge að slá við sjálfum sér því Dodge Challenger Hellcat er nú þegar öflugasti fjöldaframleiddi bíllinn í Bandaríkjunum. Challenger Demon á víst að hafa þrjár aflstillingar, eða “Power Modes”, eins og hermt er innanbúðar hjá Dodge. Power Mode 1 skilar 757 hestöflum, Power Mode 2 815 hestöflum og Power Mode 3 1.023 hestöflum en ekki er ráðlegt að setja bílinn í Power Mode 3 nema undir ákveðnum kringumstæðum. Það krefst 100 octana bensíns, viðbótar 3.000 dollara Performance Control Module og svokallaðs Drag Mode að auki, en sá búnaður breytir afköstum vélarinnar og hækkar mögulegan snúningshraða.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent