Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 10:54 Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn, en þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem eldur kemur upp í verksmiðjunni. vísir/vilhelm Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47