„Skylda mín að standa með almenningi en ekki erlendum stórfyrirtækjum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:30 Björt nefnir fjóra þætti sem þarf að skoða áður en að rekstur verksmiðjunnar geti haldið áfram. Vísir „Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“ United Silicon Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
„Ég hef miklar áhyggjur af starfsemi þessarar verksmiðju, og hef haft þær áhyggjur lengi,“ segir Björt Ólafsdóttir Umhverfisráðherra. „Ég hef hvatt Umhverfisstofnun, mína undirstofnun, til þess að beita ítrustu varúð þegar hún er að höndla málefni verksmiðjunnar.“ Skoðun ráðherra er sú að þegar allir vankantar eru skoðaðir og þeir þættir komi saman þurfi greinilega að loka verksmiðjunni tímabundið. Hún nefnir sérstaklega fjóra þætti. „Í fyrsta lagi þarf að útskýra af hverju íbúar í grennd upplifi einkenni sem að mengunarmælingar mæla ekki. Það þarf þá að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Hversu mikilli mengun starfsmenn eru að verða fyrir hverju sinni. Síðan þarf að skoða öryggisaðstæður við þennan bruna í nótt.“Sjá einnig: Eldur á þremur hæðum í Kísilveri United Silicon Þá telur hún að skoða þurfi fjárhag verksmiðjunnar sérstaklega. „Það liggur ljóst fyrir að reksturinn hefur gengið á afturfótunum og United Silicon er augljóslega fjárþurfi,“ segir hún. „Ég hef áhyggjur af því hvort það séu almennir fjárfestar, til dæmis lífeyrissjóðirnir, sem ætli að hlaupa undir bagga þarna. Ef þeir ætla að fjárfesta í fyrirtækinu væri það að mínu viti slæm fjárfesting fyrir lífeyri almennings,“ segir Björt. Átta íslenskir lífeyrissjóðir eru meðal hluthafa í United Silicon. Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, sagðist í samtali við Fréttablaðið í fyrra furða sig á að lífeyrissjóðirnir leggi fé í jafn áhættusaman rekstur og kísiliðnað. „Þarna er mikil óvissa og áhættan mikil, þess vegna er ég mjög undrandi á að lífeyrissjóðir séu að taka þátt í þessu,“ sagði hann.Sjá einnig: Milljarðafjárfestingar í kísiliðnaði þrátt fyrir verðfall Björt segir það þá í höndum Umhverfisstofnunar að fara með lokunarferli verksmiðjunnar komi til þess. „Umhverfisstofnun fer með lokunarheimildir og hefur haldið vel á málum, hefur gætt ítrustu varúðar og verið með verksmiðjuna í hálfgerðri gjörgæslu. Það er svo skylda mín sem stjórnmálamanns og ráðherra að standa með almenningi í landinu en ekki erlendum stórfyrirtækjum og ég vil styðja Umhverfisstofnun til að beita öllum sínum ráðum til að búa svo um hnútana að þessir þættir sem ég taldi upp áðan verða allir kannaðir áður en að verksmiðjan getur haldið áfram að ganga.“
United Silicon Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira