Sjötíu hælisleitendur sendir úr landi með vasapening Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 19. apríl 2017 06:30 Hælisleitendunum er flogið heim aftur og fá þeir vasapening. Þrjátíu pláss eru eftir samkvæmt núgildandi samningi. vísir/eyþór Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Flogið hefur verið með rétt tæplega sjötíu hælisleitendur burt af landinu frá 1. ágúst síðastliðnum í krafti samstarfssamnings á milli Útlendingastofnunar og Alþjóðafólksflutningsstofnunarinnar um aðstoð við sjálfviljuga heimför. Hælisleitendurnir eiga það sammerkt að hafa samþykkt að vera sendir af landi brott eða dregið hælisumsókn sína til baka. Ferðalagið heim er borgað fyrir hælisleitendurna og svo fá fullorðnir 200 evrur og börn 100 evrur í fjárhagslegan styrk. Þeir hælisleitendur sem koma til greina eiga það sameiginlegt að eiga ekki rétt á hæli hér á landi en eiga hefta för með einhverjum hætti, eru til dæmis vegabréfslausir. Hælisleitendur sem hafa verið algengir frá löndum innan Evrópu, á borð við Albaníu og Makedóníu, heyra því ekki undir samninginn og eru flestir sendir á brott eftir öðrum leiðum, meðal annars á vegum ríkislögreglustjóra og Frontex. Fréttablaðið greindi frá því í júlí í fyrra að samningur hefði náðst á milli stjórnvalda og Alþjóðafólksflutningastofnunarinnar um að hælisleitendur sem ekki eiga rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim til sín án aðkomu lögreglu og stjórnvalda. Þá kom jafnframt fram að sams konar samningur væri í gildi við önnur Norðurlönd en hámarksstyrkur til hvers hælisleitanda þar væri um 500 þúsund krónur. Það er langtum meira en hælisleitendur hér á landi fá. Fullorðnir fá 200 evrur sem gera um 23 þúsund krónur og börn um 11 þúsund krónur. Samningurinn tók gildi 1. ágúst síðastliðinn og kveður á um að íslensk stjórnvöld greiði fólksflutningastofnuninni rúma 336 þúsund dollara, tæplega 40 milljónir króna, þóknun sem stofnunin nýtir svo til að flytja hælisleitendurna af landi brott. Samningurinn gildir í átján mánuði og kveður á um brottflutning 100 hælisleitenda. Á þeim rúmu átta mánuðum sem liðnir eru síðan hann tók gildi hefur Útlendingastofnun nýtt sér hann til brottflutnings 70 manns og því eru uppi áætlanir um að endurnýta eða framlengja samninginn svo fleiri verði sendir heim í krafti hans.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00