Það er nú orðið ljóst að landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir spilar ekki á EM í sumar en hún er með slitið krossband.
Elísa staðfestir í viðtali við fótbolti.net í dag að krossbandið sé slitið.
Elísa meiddist í leik Íslands og Hollands í síðustu viku. Strax þá var grunur um að meiðslin væru alvarleg.
Elísa er þriðja landsliðskonan sem slítur krossband á árinu en áður höfðu Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitið krossband.
