Hagræddu úrslitum í leik á móti Börsungum Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2017 16:00 Mynd tengist efni fréttar ekki beint. vísir/getty Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar. Spænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira
Cheikh Saad, framherji spænska C-deildarliðsins Eldense fullyrðir að nokkrir samherjar hans eru sekir um að hagræða úrslitum í 12-0 tapi liðsins á móti B-liði Barcelona um helgina. Með þessu risastóra tapi féll Eldense endanlega úr C-deildinni niður í D-deildina en liðið er aðeins búið að innbyrða fjórtán stig í 32 leikjum og getur ekki haldið sér uppi nú þegar sex umferðir eru eftir. Eftir tapið var félagið fljótt að slíta tengsl við ítalskt fjárfestingafyrirtæki sem byrjaði að styrkja Eldense fyrr á þessari leiktíð. „Ég veit hverjir eru sekir en ég get ekki sagt frá því á þessari stundu,“ segir Cheikh Saad í viðtali við RAC-1. Hann segir að einn liðsfélagi hans var látinn vita af svindlinu fyrir leik en sjálfur áttaði hann sig ekki á því hvað var að gerast fyrr en ruglið hófst. Hann byrjaði á varamannabekknum.„Það datt engum í hug að biðja mig um að taka þátt því þeir vissu hvert svarið yrði. Ég hefði hætt í liðinu. Hálftíma fyrir leik átti ég að vera í byrjunariðinu en svo var ég allt í einu kominn á bekkinn. Eftir leikinn var mér sagt í rútunni að þrír leikmenn hefðu gefið leikinn.“ „Ég fór úr rútunni og aftur inn í klefa. Þar voru menn að rífast og ekki munaði miklu að menn létu höggin tala. Það var meira að segja einn leiðtogi sem sagði hinum hvað þeir áttu að gera. Ég vil samt ítreka að Barcelona B kom ekki að þessu.“ Eldense hefur hætt allri íþróttaiðkun á meðan málið er rannsakað en stjórnarformaðurinn David Aguilar segir að ýmislegt skrítið hefur verið í gangi í nokkurn tíma. „Þetta er ekki bara út af þessum laugardegi. Þetta er bara dropinn sem fyllti mælinn. Við erum að reyna að finna út úr þessu en við getum ekki sakað neinn um neitt fyrr en við höfum sannnanir. Það hafa samt skrítnir hlutir verið í gangi,“ segir David Aguilar.
Spænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Sjá meira