Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa 7. apríl 2017 06:00 Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ vísir/eyþór Áhyggjur af nálægð verksmiðju United Silicon í Helguvík við byggðina í Reykjanesbæ komu fram strax þegar skipulagsvinna fyrir verksmiðjuna stóð yfir. Afar lítil mengun var talin myndu stafa frá United Silicon og því ekki nein þörf á þynningarsvæði. Þetta kom meðal annars fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á miðvikudag, en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir opnum fundi nefndarinnar vegna þeirrar umræðu sem hefur verið síðustu misseri um mengun frá fyrirtækinu, ekki síst vegna kröfu íbúa Reykjanesbæjar um aðgerðir. Komu fyrir nefndina umhverfisráðherra, fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og íbúa, forstjóri United Silicon og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, brást við spurningum Bryndísar Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem vildi fræðast um álitaefni vegna nálægðar iðnaðarsvæðis við íbúabyggð, eins og í tilfelli Helguvíkur og Reykjanesbæjar. Spurði Bryndís hvort eitthvað í skipulagslögum tæki á fjarlægðarmörkum og ef það væri óljóst hvort ekki væri ástæða til að skoða það sérstaklega. Þá hvort væri ekki ástæða til að banna að mengandi iðnaður væri svo nálægt íbúabyggð. Sigrún sagði að þær reglur sem um þetta gilda sé að finna í hollustuháttareglugerð, en þar segir að íbúðarhúsnæði „skal ekki vera á þynningarsvæði samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun„Þarna var ekki talin þörf á þynningarsvæði; þynningarsvæði þýðir að það megi losa mengunarefni umfram mörk. Þarna var ekki talin þörf á því og þau eru ekki til staðar og umhverfismörk gilda. Það er rétt að þetta er umhugsunarefni, hvort það ættu að vera einhverjar fjarlægðarreglur. Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það að það væri ansi mikil nálægð. Það er eitthvað fyrir okkur að hugsa um, held ég,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tók undir orð Sigrúnar um návígi íbúabyggðar við iðnaðarsvæðið. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði Björt en fram hafði komið á fundinum að aðeins rúmur kílómetri er í beinni loftlínu frá iðnaðarsvæðinu að íbúabyggð í Reykjanesbæ, og þar á meðal til leik- og grunnskóla. Þegar álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat verksmiðju United Silicon er skoðað kemur þetta skýrt fram, og fjallað var um þetta í Fréttablaðinu í apríl 2014. Þar segir að „hafa beri í huga að tiltölulega skammt er í nyrsta hluta þéttbýlisins í Reykjanesbæ og því brýnt að fylgjast vel með styrk helstu mengunarefna á svæðinu sem og mögulegum afleiddum áhrifum þeirra. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að áætlanir um vöktun verði í starfsleyfi frá upphafi.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Reykjanesbær breytt aðalskipulagi sínu sem útilokar frekari uppbyggingu mengandi iðnaðarstarfsemi en þegar hefur verið samið um í Helguvík. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Áhyggjur af nálægð verksmiðju United Silicon í Helguvík við byggðina í Reykjanesbæ komu fram strax þegar skipulagsvinna fyrir verksmiðjuna stóð yfir. Afar lítil mengun var talin myndu stafa frá United Silicon og því ekki nein þörf á þynningarsvæði. Þetta kom meðal annars fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á miðvikudag, en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir opnum fundi nefndarinnar vegna þeirrar umræðu sem hefur verið síðustu misseri um mengun frá fyrirtækinu, ekki síst vegna kröfu íbúa Reykjanesbæjar um aðgerðir. Komu fyrir nefndina umhverfisráðherra, fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og íbúa, forstjóri United Silicon og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, brást við spurningum Bryndísar Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem vildi fræðast um álitaefni vegna nálægðar iðnaðarsvæðis við íbúabyggð, eins og í tilfelli Helguvíkur og Reykjanesbæjar. Spurði Bryndís hvort eitthvað í skipulagslögum tæki á fjarlægðarmörkum og ef það væri óljóst hvort ekki væri ástæða til að skoða það sérstaklega. Þá hvort væri ekki ástæða til að banna að mengandi iðnaður væri svo nálægt íbúabyggð. Sigrún sagði að þær reglur sem um þetta gilda sé að finna í hollustuháttareglugerð, en þar segir að íbúðarhúsnæði „skal ekki vera á þynningarsvæði samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun„Þarna var ekki talin þörf á þynningarsvæði; þynningarsvæði þýðir að það megi losa mengunarefni umfram mörk. Þarna var ekki talin þörf á því og þau eru ekki til staðar og umhverfismörk gilda. Það er rétt að þetta er umhugsunarefni, hvort það ættu að vera einhverjar fjarlægðarreglur. Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það að það væri ansi mikil nálægð. Það er eitthvað fyrir okkur að hugsa um, held ég,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tók undir orð Sigrúnar um návígi íbúabyggðar við iðnaðarsvæðið. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði Björt en fram hafði komið á fundinum að aðeins rúmur kílómetri er í beinni loftlínu frá iðnaðarsvæðinu að íbúabyggð í Reykjanesbæ, og þar á meðal til leik- og grunnskóla. Þegar álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat verksmiðju United Silicon er skoðað kemur þetta skýrt fram, og fjallað var um þetta í Fréttablaðinu í apríl 2014. Þar segir að „hafa beri í huga að tiltölulega skammt er í nyrsta hluta þéttbýlisins í Reykjanesbæ og því brýnt að fylgjast vel með styrk helstu mengunarefna á svæðinu sem og mögulegum afleiddum áhrifum þeirra. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að áætlanir um vöktun verði í starfsleyfi frá upphafi.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Reykjanesbær breytt aðalskipulagi sínu sem útilokar frekari uppbyggingu mengandi iðnaðarstarfsemi en þegar hefur verið samið um í Helguvík.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira