Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa 7. apríl 2017 06:00 Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ vísir/eyþór Áhyggjur af nálægð verksmiðju United Silicon í Helguvík við byggðina í Reykjanesbæ komu fram strax þegar skipulagsvinna fyrir verksmiðjuna stóð yfir. Afar lítil mengun var talin myndu stafa frá United Silicon og því ekki nein þörf á þynningarsvæði. Þetta kom meðal annars fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á miðvikudag, en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir opnum fundi nefndarinnar vegna þeirrar umræðu sem hefur verið síðustu misseri um mengun frá fyrirtækinu, ekki síst vegna kröfu íbúa Reykjanesbæjar um aðgerðir. Komu fyrir nefndina umhverfisráðherra, fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og íbúa, forstjóri United Silicon og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, brást við spurningum Bryndísar Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem vildi fræðast um álitaefni vegna nálægðar iðnaðarsvæðis við íbúabyggð, eins og í tilfelli Helguvíkur og Reykjanesbæjar. Spurði Bryndís hvort eitthvað í skipulagslögum tæki á fjarlægðarmörkum og ef það væri óljóst hvort ekki væri ástæða til að skoða það sérstaklega. Þá hvort væri ekki ástæða til að banna að mengandi iðnaður væri svo nálægt íbúabyggð. Sigrún sagði að þær reglur sem um þetta gilda sé að finna í hollustuháttareglugerð, en þar segir að íbúðarhúsnæði „skal ekki vera á þynningarsvæði samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun„Þarna var ekki talin þörf á þynningarsvæði; þynningarsvæði þýðir að það megi losa mengunarefni umfram mörk. Þarna var ekki talin þörf á því og þau eru ekki til staðar og umhverfismörk gilda. Það er rétt að þetta er umhugsunarefni, hvort það ættu að vera einhverjar fjarlægðarreglur. Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það að það væri ansi mikil nálægð. Það er eitthvað fyrir okkur að hugsa um, held ég,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tók undir orð Sigrúnar um návígi íbúabyggðar við iðnaðarsvæðið. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði Björt en fram hafði komið á fundinum að aðeins rúmur kílómetri er í beinni loftlínu frá iðnaðarsvæðinu að íbúabyggð í Reykjanesbæ, og þar á meðal til leik- og grunnskóla. Þegar álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat verksmiðju United Silicon er skoðað kemur þetta skýrt fram, og fjallað var um þetta í Fréttablaðinu í apríl 2014. Þar segir að „hafa beri í huga að tiltölulega skammt er í nyrsta hluta þéttbýlisins í Reykjanesbæ og því brýnt að fylgjast vel með styrk helstu mengunarefna á svæðinu sem og mögulegum afleiddum áhrifum þeirra. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að áætlanir um vöktun verði í starfsleyfi frá upphafi.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Reykjanesbær breytt aðalskipulagi sínu sem útilokar frekari uppbyggingu mengandi iðnaðarstarfsemi en þegar hefur verið samið um í Helguvík. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Áhyggjur af nálægð verksmiðju United Silicon í Helguvík við byggðina í Reykjanesbæ komu fram strax þegar skipulagsvinna fyrir verksmiðjuna stóð yfir. Afar lítil mengun var talin myndu stafa frá United Silicon og því ekki nein þörf á þynningarsvæði. Þetta kom meðal annars fram á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á miðvikudag, en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði sérstaklega eftir opnum fundi nefndarinnar vegna þeirrar umræðu sem hefur verið síðustu misseri um mengun frá fyrirtækinu, ekki síst vegna kröfu íbúa Reykjanesbæjar um aðgerðir. Komu fyrir nefndina umhverfisráðherra, fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og íbúa, forstjóri United Silicon og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, brást við spurningum Bryndísar Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, sem vildi fræðast um álitaefni vegna nálægðar iðnaðarsvæðis við íbúabyggð, eins og í tilfelli Helguvíkur og Reykjanesbæjar. Spurði Bryndís hvort eitthvað í skipulagslögum tæki á fjarlægðarmörkum og ef það væri óljóst hvort ekki væri ástæða til að skoða það sérstaklega. Þá hvort væri ekki ástæða til að banna að mengandi iðnaður væri svo nálægt íbúabyggð. Sigrún sagði að þær reglur sem um þetta gilda sé að finna í hollustuháttareglugerð, en þar segir að íbúðarhúsnæði „skal ekki vera á þynningarsvæði samkvæmt reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun“.Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun„Þarna var ekki talin þörf á þynningarsvæði; þynningarsvæði þýðir að það megi losa mengunarefni umfram mörk. Þarna var ekki talin þörf á því og þau eru ekki til staðar og umhverfismörk gilda. Það er rétt að þetta er umhugsunarefni, hvort það ættu að vera einhverjar fjarlægðarreglur. Þetta var áhyggjuefni í ferlinu og það var bent á það að það væri ansi mikil nálægð. Það er eitthvað fyrir okkur að hugsa um, held ég,“ sagði Sigrún. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tók undir orð Sigrúnar um návígi íbúabyggðar við iðnaðarsvæðið. „Þetta er gríðarlegt áhyggjuefni,“ sagði Björt en fram hafði komið á fundinum að aðeins rúmur kílómetri er í beinni loftlínu frá iðnaðarsvæðinu að íbúabyggð í Reykjanesbæ, og þar á meðal til leik- og grunnskóla. Þegar álit Skipulagsstofnunar um umhverfismat verksmiðju United Silicon er skoðað kemur þetta skýrt fram, og fjallað var um þetta í Fréttablaðinu í apríl 2014. Þar segir að „hafa beri í huga að tiltölulega skammt er í nyrsta hluta þéttbýlisins í Reykjanesbæ og því brýnt að fylgjast vel með styrk helstu mengunarefna á svæðinu sem og mögulegum afleiddum áhrifum þeirra. Skipulagsstofnun telur nauðsynlegt að áætlanir um vöktun verði í starfsleyfi frá upphafi.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Reykjanesbær breytt aðalskipulagi sínu sem útilokar frekari uppbyggingu mengandi iðnaðarstarfsemi en þegar hefur verið samið um í Helguvík.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira