Fílar ræktun fjár og lands Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2017 12:15 "Formaðurinn þarf að fylgjast með því að kúrsinn sé réttur, miðað við stefnumál samtakanna,“ segir Oddný Steina. Oddný Steina er nýbúin að gefa morgungjöfina í fjárhúsunum þegar ég slæ á þráðinn til hennar. Hún var kjörin formaður í samtökum fjárbænda um síðustu helgi, fyrst kvenna. Er sjálf með 500 fjár á fóðrum, ásamt með manni sínum Ágústi Jenssyni. Engin lömb eru komin enn þetta vorið en það styttist óðum í þau því 40 ær eiga að bera um og upp úr miðjum þessum mánuði. „Við ákváðum að prófa það í fyrsta skipti að láta nokkrar bera svona snemma, til að létta á aðalsauðburðinum sem fer svo í gang um mánaðamótin, eins og venjulegt er,“ upplýsir hún og er vongóð um að vel vori þetta árið. Oddný Steina er frá Úthlíð í Skaftártungu en Ágúst frá Teigi í Fljótshlíð. Þau eiga þrjú börn, tíu, sjö og sex ára. Hjónin tóku jörðina á Butru á leigu árið 2004 og hafa stækkað túnin og endurunnið önnur. Spurð um skemmtilegustu verkin í búskapnum svarar hún: „Öll ræktun yfirleitt bæði á landi og fé og allt sem snýr að henni. Vorið er uppáhaldstími og haustið reyndar líka þegar uppskeran er.“ Oddný Steina kveðst meðvituð um að formennskunni fylgi vinna. „Formaður þarf að fylgja eftir stefnunni eins og við bændur viljum sjá hana. Við teljum til dæmis mikilvægt fyrir okkar famleiðslu að neytendur fái réttar og góðar upplýsingar á umbúðum. Þar þurfa bæði afurðastöðvar og verslanirnar að vera með okkur í liði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. apríl 2017 Lífið Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira
Oddný Steina er nýbúin að gefa morgungjöfina í fjárhúsunum þegar ég slæ á þráðinn til hennar. Hún var kjörin formaður í samtökum fjárbænda um síðustu helgi, fyrst kvenna. Er sjálf með 500 fjár á fóðrum, ásamt með manni sínum Ágústi Jenssyni. Engin lömb eru komin enn þetta vorið en það styttist óðum í þau því 40 ær eiga að bera um og upp úr miðjum þessum mánuði. „Við ákváðum að prófa það í fyrsta skipti að láta nokkrar bera svona snemma, til að létta á aðalsauðburðinum sem fer svo í gang um mánaðamótin, eins og venjulegt er,“ upplýsir hún og er vongóð um að vel vori þetta árið. Oddný Steina er frá Úthlíð í Skaftártungu en Ágúst frá Teigi í Fljótshlíð. Þau eiga þrjú börn, tíu, sjö og sex ára. Hjónin tóku jörðina á Butru á leigu árið 2004 og hafa stækkað túnin og endurunnið önnur. Spurð um skemmtilegustu verkin í búskapnum svarar hún: „Öll ræktun yfirleitt bæði á landi og fé og allt sem snýr að henni. Vorið er uppáhaldstími og haustið reyndar líka þegar uppskeran er.“ Oddný Steina kveðst meðvituð um að formennskunni fylgi vinna. „Formaður þarf að fylgja eftir stefnunni eins og við bændur viljum sjá hana. Við teljum til dæmis mikilvægt fyrir okkar famleiðslu að neytendur fái réttar og góðar upplýsingar á umbúðum. Þar þurfa bæði afurðastöðvar og verslanirnar að vera með okkur í liði.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. apríl 2017
Lífið Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Fleiri fréttir Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Sjá meira