Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2017 09:00 Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfællinga í Grundarfirði hafi leitt til þess að ungt fólk snúi aftur heim að loknu háskólanámi. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Í sjávarbyggðunum á utanverðu Snæfellsnesi eru meðaltekjur á íbúa með þeim hæstu á landinu. Samt hefur gengið illa að halda í unga fólkið. Þannig hafa foreldrar séð vandann: „Eins og við, - eigum þrjú börn, - og þegar þau fara í skóla í burtu þá koma þau ekki aftur. Það er vandinn í samfélaginu,“ segir Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf. En nú sjást merki þess að þetta sé að breytast. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, segir að stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði árið 2004 hafi valdið straumhvörfum. Snæfellingar sameinuðust um fjölbrautaskóla í Grundarfirði.vísir/vilhelm„Fram að þeim tíma var svona 40 prósent af okkar fólki sem kláraði stúdentspróf. Annars staðar á landinu var þetta í kringum 85 prósent. Í dag erum við búin að ná þessari tölu, 85 prósent. Síðan fer þetta fólk í háskólanám og kemur síðan heim. Það er stærsta byltingin núna. Við erum að fá vel menntað fólk, sem náði því að vera aðeins lengur heima og er með ennþá sterkari rætur við samfélagið. Það er núna að koma heim, er að kaupa sér hús, og er að fá atvinnu,“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Ásókn í íbúðarhúsnæði hefur aukist. „Það er vöntun á húsnæði hér í Ólafsvík. Það vantar hús. Það vantar minni íbúðir fyrir unga fólkið. Það hefur verið óhemju sala að undanförnu,“ segir Kristín í Valafelli.Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„En svo vantar fjölbreyttari vinnu, sérstaklega fyrir konur sem vilja vinna eitthvað annað og eru að mennta sig í einhverju öðru,“ segir Kristín en sjálf rekur hún fiskverkun og útgerð. Hún segir muna verulega um störf hjá ríkisstofnunum. „Við myndum alveg gjarnan vilja fá meira af ríkisstofnunum til okkar. Það er frekar verið að draga úr því en hitt. Það var til dæmis verið að loka skrifstofunni hjá sýslumanninum, - færa hana út á bæjarskrifstofuna,“ segir Kristín og segir hvert einasta starf skipta máli. Bæjarstjórinn sér samt jákvæða þróun. „Ég er alveg rosalega ánægður með að sjá allt þetta unga fólk sem er að koma heim til baka. Og ég þakka það okkar ágæta framhaldsskóla sem við stofnuðum 2004,“ segir Kristinn Jónasson. Fjallað verður um Snæfellsbæ í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum. Grundarfjörður Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfællinga í Grundarfirði hafi leitt til þess að ungt fólk snúi aftur heim að loknu háskólanámi. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sem sjá má hér að ofan. Í sjávarbyggðunum á utanverðu Snæfellsnesi eru meðaltekjur á íbúa með þeim hæstu á landinu. Samt hefur gengið illa að halda í unga fólkið. Þannig hafa foreldrar séð vandann: „Eins og við, - eigum þrjú börn, - og þegar þau fara í skóla í burtu þá koma þau ekki aftur. Það er vandinn í samfélaginu,“ segir Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf. En nú sjást merki þess að þetta sé að breytast. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, segir að stofnun framhaldsskóla í Grundarfirði árið 2004 hafi valdið straumhvörfum. Snæfellingar sameinuðust um fjölbrautaskóla í Grundarfirði.vísir/vilhelm„Fram að þeim tíma var svona 40 prósent af okkar fólki sem kláraði stúdentspróf. Annars staðar á landinu var þetta í kringum 85 prósent. Í dag erum við búin að ná þessari tölu, 85 prósent. Síðan fer þetta fólk í háskólanám og kemur síðan heim. Það er stærsta byltingin núna. Við erum að fá vel menntað fólk, sem náði því að vera aðeins lengur heima og er með ennþá sterkari rætur við samfélagið. Það er núna að koma heim, er að kaupa sér hús, og er að fá atvinnu,“ segir bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Ásókn í íbúðarhúsnæði hefur aukist. „Það er vöntun á húsnæði hér í Ólafsvík. Það vantar hús. Það vantar minni íbúðir fyrir unga fólkið. Það hefur verið óhemju sala að undanförnu,“ segir Kristín í Valafelli.Kristín Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Valafells ehf.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„En svo vantar fjölbreyttari vinnu, sérstaklega fyrir konur sem vilja vinna eitthvað annað og eru að mennta sig í einhverju öðru,“ segir Kristín en sjálf rekur hún fiskverkun og útgerð. Hún segir muna verulega um störf hjá ríkisstofnunum. „Við myndum alveg gjarnan vilja fá meira af ríkisstofnunum til okkar. Það er frekar verið að draga úr því en hitt. Það var til dæmis verið að loka skrifstofunni hjá sýslumanninum, - færa hana út á bæjarskrifstofuna,“ segir Kristín og segir hvert einasta starf skipta máli. Bæjarstjórinn sér samt jákvæða þróun. „Ég er alveg rosalega ánægður með að sjá allt þetta unga fólk sem er að koma heim til baka. Og ég þakka það okkar ágæta framhaldsskóla sem við stofnuðum 2004,“ segir Kristinn Jónasson. Fjallað verður um Snæfellsbæ í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum.
Grundarfjörður Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30
Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30