„Þetta var sætt, þetta var gaman“ Telma Tómasson skrifar 8. apríl 2017 12:45 Stjörnur lokakvöldsins í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru án nokkurs vafa Bergur Jónsson og magnaða hryssan hans, Katla frá Ketilsstöðum. Bergur átti mikilli velgengni að fagna í mótaröðinni í vetur og fór heim í gærkvöldi með fangið fullt af verðlaunagripum. Keppt var í tveimur greinum á lokakvöldinu, tölti T1 og flugskeiði. Hápunktur Meistaradeildarinnar er jafnan keppni í tölti, en þar fór Bergur með sigur af hólmi. Yfirburðir hans og Kötlu voru talsverðir eftir forkeppnina, en í A-úrslitunum sóttu fast að honum þeir Jakob Svavar Sigurðsson, á Glóríu frá Skúfslæk, og Guðmundur F. Björgvinsson á Straumi frá Feti. Leikar fóru þó þannig að lokum að yfirferðartöltið skilaði Bergi himinháum einkunum og þar með skaut hann þeim Jakobi Svavari og Guðmundi ref fyrir rass, kom sér vel fyrir á toppnum og hlaut gullið, með einkunnina 8,83. ,,Þetta var sætt, þetta var gaman,“ sagði Bergur þegar sigurinn var í höfn. En kvöldið var rétt að byrja hjá Bergi. Hann var í toppbaráttunni um efsta sætið í einstaklingskeppninni í Meistaradeildinni og því var hvert stig honum mikilvægt. Hlaut hann 12 stig fyrir sigur í tölti og einnig 5 fyrir árangur í flugskeiði, en nokkrir knapar voru um hituna og hélst spennan allt til loka kvöldsins. Þegar allt var samankomið og útreiknað kom í ljós að Bergur og Árni Björn Pálsson voru jafnir að stigum, með 45 stig hvor. Hafði Bergur hins vegar sigrað oftar í einstökum greinum og samkvæmt reglum var hann því réttmætur sigurvegari Meistaradeildarinnar 2017. „Þetta var gaman. Stóð tæpt en hafðist,“ sagði meistarinn þegar niðurstaðan lá fyrir. En þá er ekki allt upptalið enn því lið Bergs, Gangmyllan, var kjörið skemmtilegasta liðið, var í þriðja sæti í liðakeppninni, auk þess sem hann og liðsmaður hans, Elin Holst, voru kjörin fagmannlegustu knaparnir. Magnaður lokasprettur hjá Bergi. Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi:1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Bergur Jónsson 45 stig Árni Björn Pálsson 45 stig Jakob S. Sigurðsson 43.5 stigLiðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Top Reiter 439.5 stig Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig Gangmyllan 351 stig Hestar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Stjörnur lokakvöldsins í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru án nokkurs vafa Bergur Jónsson og magnaða hryssan hans, Katla frá Ketilsstöðum. Bergur átti mikilli velgengni að fagna í mótaröðinni í vetur og fór heim í gærkvöldi með fangið fullt af verðlaunagripum. Keppt var í tveimur greinum á lokakvöldinu, tölti T1 og flugskeiði. Hápunktur Meistaradeildarinnar er jafnan keppni í tölti, en þar fór Bergur með sigur af hólmi. Yfirburðir hans og Kötlu voru talsverðir eftir forkeppnina, en í A-úrslitunum sóttu fast að honum þeir Jakob Svavar Sigurðsson, á Glóríu frá Skúfslæk, og Guðmundur F. Björgvinsson á Straumi frá Feti. Leikar fóru þó þannig að lokum að yfirferðartöltið skilaði Bergi himinháum einkunum og þar með skaut hann þeim Jakobi Svavari og Guðmundi ref fyrir rass, kom sér vel fyrir á toppnum og hlaut gullið, með einkunnina 8,83. ,,Þetta var sætt, þetta var gaman,“ sagði Bergur þegar sigurinn var í höfn. En kvöldið var rétt að byrja hjá Bergi. Hann var í toppbaráttunni um efsta sætið í einstaklingskeppninni í Meistaradeildinni og því var hvert stig honum mikilvægt. Hlaut hann 12 stig fyrir sigur í tölti og einnig 5 fyrir árangur í flugskeiði, en nokkrir knapar voru um hituna og hélst spennan allt til loka kvöldsins. Þegar allt var samankomið og útreiknað kom í ljós að Bergur og Árni Björn Pálsson voru jafnir að stigum, með 45 stig hvor. Hafði Bergur hins vegar sigrað oftar í einstökum greinum og samkvæmt reglum var hann því réttmætur sigurvegari Meistaradeildarinnar 2017. „Þetta var gaman. Stóð tæpt en hafðist,“ sagði meistarinn þegar niðurstaðan lá fyrir. En þá er ekki allt upptalið enn því lið Bergs, Gangmyllan, var kjörið skemmtilegasta liðið, var í þriðja sæti í liðakeppninni, auk þess sem hann og liðsmaður hans, Elin Holst, voru kjörin fagmannlegustu knaparnir. Magnaður lokasprettur hjá Bergi. Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi:1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Bergur Jónsson 45 stig Árni Björn Pálsson 45 stig Jakob S. Sigurðsson 43.5 stigLiðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017 Top Reiter 439.5 stig Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig Gangmyllan 351 stig
Hestar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira