Sport

Þriðji í sterkri lokakeppni

Telma Tómasson skrifar
Mikið var um flugeldasýningar á lokakvöldi Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi, en Guðmundur F. Björgvinsson hafnaði í þriðja sæti í gríðarlega sterkri keppni í tölti. Glæsihesturinn Straumur frá Feti var í góðum gír hjá Guðmundi og sýndu þeir sitt allra besta.

Eftir forkeppnina voru þeir í þriðja til fjórða sæti, héldu sínu striki og gott betur í A-úrslitum. Glæsileg frammistaða.

Guðmundur var í liði Hestvits/Árbakka/Svarthöfða, halaði hann inn mikilvæg stig á lokakvöldinu og endaði það í öðru sæti með 367.5 stig.

Sýnt var frá Meistaradeild Cintamani í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og má sjá valin augnablik frá lokakvöldinu á meðfylgjandi myndskeiði.

Niðurstöður A-úrslita í tölti voru eftirfarandi:

1 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum 8.83 

2 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk 8.78 

3 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Straumur frá Feti 8.61 

4 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík 8.39 

5 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum 8.28 

6 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum 7.89

Einstaklingskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017

1. Bergur Jónsson 45 stig

2. Árni Björn Pálsson 45 stig

3. Jakob S. Sigurðsson 43.5 stig

Liðakeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum 2017

1. Top Reiter 439.5 stig

2. Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 367.5 stig 

3. Gangmyllan 351 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×