Karen Millen gjaldþrota og kennir Kaupþingi um Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2017 09:09 Karen Millen. vísir/getty Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni. Í Daily Mail er haft eftir Millen að hún sé miður sín vegna gjaldþrotsins. Hún segir að hún sé fórnarlamb svika Kaupþings og að áralangar og kostnaðarsamar deilur hennar við bankann hafi orðið til þess að hún hafi ekki getað greitt skattinn. Millen og Stanford seldu verslunarveldi sitt árið 2004 til Baugs og átti Millen að fá um 35 milljónir punda í sinn hlut. Hún segir hins vegar að Kaupþing hafi svindlað á sér í samningunum. Að auki segist Millen hafa tapað stórum fjárhæðum þegar íslenska bankakerfið hrundi. Þá gagnrýnir Millen einnig bankann fyrir að koma í veg fyrir að hún gæti endurreist viðskiptaveldi sitt undir eigin nafni, en slitastjórn Kaupþings á nú vörumerkið Karen Millen. Millen hugðist opna lífstíls-og húsgagnaverslanir í Bandaríkjunum og Kína undir vörumerkjunum Karen Millen og Karen en dómstólar í Bretlandi komu í veg fyrir það. „Síðustu níu ár hafa verið ein löng barátta gegn bönkunum til að fá réttlætinu framgengt og það hefur tekið sinn toll. Mér líður eins öll mín orka hafi verið étin upp af þessari neikvæðni. Það er ætlun mín að leggja þessi mál núna til hliðar og byrja upp á nýtt.“ Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tískumógúllinn Karen Millen er gjaldþrota. Millen, sem opnaði fyrstu verslun sína ásamt þáverandi eiginmanni sínum Kevin Stanford árið 1981, gat ekki greitt skattaskuld sína við breska ríkið og var því úrskurðuð gjaldþrota í vikunni. Í Daily Mail er haft eftir Millen að hún sé miður sín vegna gjaldþrotsins. Hún segir að hún sé fórnarlamb svika Kaupþings og að áralangar og kostnaðarsamar deilur hennar við bankann hafi orðið til þess að hún hafi ekki getað greitt skattinn. Millen og Stanford seldu verslunarveldi sitt árið 2004 til Baugs og átti Millen að fá um 35 milljónir punda í sinn hlut. Hún segir hins vegar að Kaupþing hafi svindlað á sér í samningunum. Að auki segist Millen hafa tapað stórum fjárhæðum þegar íslenska bankakerfið hrundi. Þá gagnrýnir Millen einnig bankann fyrir að koma í veg fyrir að hún gæti endurreist viðskiptaveldi sitt undir eigin nafni, en slitastjórn Kaupþings á nú vörumerkið Karen Millen. Millen hugðist opna lífstíls-og húsgagnaverslanir í Bandaríkjunum og Kína undir vörumerkjunum Karen Millen og Karen en dómstólar í Bretlandi komu í veg fyrir það. „Síðustu níu ár hafa verið ein löng barátta gegn bönkunum til að fá réttlætinu framgengt og það hefur tekið sinn toll. Mér líður eins öll mín orka hafi verið étin upp af þessari neikvæðni. Það er ætlun mín að leggja þessi mál núna til hliðar og byrja upp á nýtt.“
Mest lesið Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Morgunverðarfundur um gæðakerfi Kynningar Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira