Hvað kostar hamingjan? Magnús Guðmundsson skrifar 20. mars 2017 07:00 Það er ógnvænleg staðreynd að á síðasta ári leystu 46.000 einstaklingar út þunglyndislyf á íslandi. Árið 2012 voru þeir 38.000 og þótti mörgum nóg og því er þessi fjölgun um tæp 22% sláandi staðreynd fyrir íslenskt samfélag. Hjá ungmennum á aldrinum fimmtán til nítján ára er aukningin ríflega sextíu prósent á aðeins þessum fjórum árum og þessar ógnvænlegu tölur hljóta að vera okkur skýr vísbending um að það sé eitthvað mikið að í þessu samfélagi. Að við séum einfaldlega ekki á réttri leið sem mannvænt samfélag hvað sem líður öllum hagvaxtartölum. Langt frá því. Þetta er ekkert nýtt. Við höfum áður staðið frammi fyrir þessum vafasama heiðri að hér er notkun þunglyndislyfja mest miðað við öll OECD-löndin en árið 2013 var notkunin 203 prósent miðað við meðaltal þeirra landa. En áfram heldur aukningin og það án þess að á því virðist í raun hafa fundist haldbærar skýringar. Á vef landlæknis er staðan sögð umhugsunarverð og lagt til að læknasamfélagið þurfi að rannsaka hvort þunglyndi og kvíði séu algengari hér á landi en annars staðar, eða hvort verið sé að ávísa þessum lyfjum óhóflega. Það er reyndar mikilvægt að við gætum þess að gera ekki lítið úr vanda þeirra sem þurfa á þessum lyfjum að halda og mikilvægi þess að lyfin geta haft afgerandi áhrif á lífsgæði þeirra og hamingju til hins betra. En engu að síður er lykilatriði að við skoðum þetta í sem víðustu samhengi og þá ekki aðeins læknisfræðilega heldur einnig samfélagslega. Skoðum þá samfélagsgerð sem verður til þess að kvíði og þunglyndi verður að svo viðamiklu vandamáli í lífi svo ótal margra með tilheyrandi álagi fyrir viðkomandi einstaklinga og kostnaði fyrir samfélagið. Íslenskt samfélag er mjög efnahags- og neysludrifið. Að halda í við lífsstíl jafnaldra, að stofna fjölskyldu og eignast heimili eða að tryggja sér fjárhagslegt öryggi yfirhöfuð reynist mörgum vægast sagt erfitt, jafnvel óháð aldri, því efnahagsleg misskipting er mikil og virðist því miður halda áfram að aukast. Fjölmargar fjölskyldur sem og einstaklingar búa við þær aðstæður að full launavinna dugar í raun ekki til eðlilegrar framfærslu, hvað þá til þess að búa í haginn til efri áranna. Þessu fylgir eðli málsins samkvæmt mikið andlegt álag þar sem viljinn til að standa sig er fyrir hendi en aðstæður í samfélaginu eru í raun hamlandi og streituvaldandi. Afleiðingin af því að lifa og berjast í bökkum í slíku samfélagi frá degi til dags hlýtur eðli málsins samkvæmt að geta ýtt undir áhyggjur, kvíða og depurð. Er því ekki kominn tími til þess að við tökumst á við að skoða samfélagsgerðina í heild sinni? Tökum til við að byggja hér mannvænna samfélag þar sem peningar eru ekki upphaf og endir alls. Vonandi gæti það orðið til þess að færri Íslendingar þurfi á lyfjum að halda í leit sinni að lífshamingju og velferð.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Það er ógnvænleg staðreynd að á síðasta ári leystu 46.000 einstaklingar út þunglyndislyf á íslandi. Árið 2012 voru þeir 38.000 og þótti mörgum nóg og því er þessi fjölgun um tæp 22% sláandi staðreynd fyrir íslenskt samfélag. Hjá ungmennum á aldrinum fimmtán til nítján ára er aukningin ríflega sextíu prósent á aðeins þessum fjórum árum og þessar ógnvænlegu tölur hljóta að vera okkur skýr vísbending um að það sé eitthvað mikið að í þessu samfélagi. Að við séum einfaldlega ekki á réttri leið sem mannvænt samfélag hvað sem líður öllum hagvaxtartölum. Langt frá því. Þetta er ekkert nýtt. Við höfum áður staðið frammi fyrir þessum vafasama heiðri að hér er notkun þunglyndislyfja mest miðað við öll OECD-löndin en árið 2013 var notkunin 203 prósent miðað við meðaltal þeirra landa. En áfram heldur aukningin og það án þess að á því virðist í raun hafa fundist haldbærar skýringar. Á vef landlæknis er staðan sögð umhugsunarverð og lagt til að læknasamfélagið þurfi að rannsaka hvort þunglyndi og kvíði séu algengari hér á landi en annars staðar, eða hvort verið sé að ávísa þessum lyfjum óhóflega. Það er reyndar mikilvægt að við gætum þess að gera ekki lítið úr vanda þeirra sem þurfa á þessum lyfjum að halda og mikilvægi þess að lyfin geta haft afgerandi áhrif á lífsgæði þeirra og hamingju til hins betra. En engu að síður er lykilatriði að við skoðum þetta í sem víðustu samhengi og þá ekki aðeins læknisfræðilega heldur einnig samfélagslega. Skoðum þá samfélagsgerð sem verður til þess að kvíði og þunglyndi verður að svo viðamiklu vandamáli í lífi svo ótal margra með tilheyrandi álagi fyrir viðkomandi einstaklinga og kostnaði fyrir samfélagið. Íslenskt samfélag er mjög efnahags- og neysludrifið. Að halda í við lífsstíl jafnaldra, að stofna fjölskyldu og eignast heimili eða að tryggja sér fjárhagslegt öryggi yfirhöfuð reynist mörgum vægast sagt erfitt, jafnvel óháð aldri, því efnahagsleg misskipting er mikil og virðist því miður halda áfram að aukast. Fjölmargar fjölskyldur sem og einstaklingar búa við þær aðstæður að full launavinna dugar í raun ekki til eðlilegrar framfærslu, hvað þá til þess að búa í haginn til efri áranna. Þessu fylgir eðli málsins samkvæmt mikið andlegt álag þar sem viljinn til að standa sig er fyrir hendi en aðstæður í samfélaginu eru í raun hamlandi og streituvaldandi. Afleiðingin af því að lifa og berjast í bökkum í slíku samfélagi frá degi til dags hlýtur eðli málsins samkvæmt að geta ýtt undir áhyggjur, kvíða og depurð. Er því ekki kominn tími til þess að við tökumst á við að skoða samfélagsgerðina í heild sinni? Tökum til við að byggja hér mannvænna samfélag þar sem peningar eru ekki upphaf og endir alls. Vonandi gæti það orðið til þess að færri Íslendingar þurfi á lyfjum að halda í leit sinni að lífshamingju og velferð.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. mars.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun