Karl Malone allt annað en hrifin af „hvíldardögum“ NBA-leikmannanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2017 12:30 Karl Malone er annar stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi. Vísir/Getty Karl Malone spilaði 19 tímabil í NBA-deildinni og er einn af mestu járnmönnum í sögu deildarinnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það sem NBA-liðin eru mörg hver byrjuð að stunda til að halda leikmönnum sínum ferskum. Malone spilaði 81 leik eða fleiri á fjórtán af sínum nítján tímabilum og hann var ekki að taka sér „frí“ í vinnunni eins og hann orðar það. Lið í NBA-deildinni eru mörg farin að hvíla stjörnuleikmenn sína í ákveðnum leikjum. San Antonio Spurs hefur stundað þetta undanfarin ár en nú eru fleiri lið farin að gera þetta líka. Golden State Warriors mætti með hálfgert varalið í leik á móti San Antonio Spurs á dögunum og um helgina hvíldi Cleveland Cavaliers sína þrjá bestu menn í leik á móti Los Angeles Clippers. LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love fengu þá allir frí. „Ef þú hefur ekki að minnsta kosti tíu ára reynslu þá drullastu til að spila. Þetta er ekki vinna því þetta er kallað að leika (playing),“ sagði Karl Malone í spjalli við Sage Steele hjá ESPN. „Ennfremur, segðu þjónustufólkinu á lélegu launum, lögreglunni og fyrstu viðbragðsaðilum að taka sér frí. Fjandinn hafi það, þau geta það ekki,“ sagði Malone og hefur vissulega margt til síns máls. Það fylgir líka sögunni að það er mikið álag á skrokkum NBA-leikmannanna sem þurfa að spila 82 leiki áður en kemur að úrslitakeppninni auk þessa að ferðast langar vegalengdir á milli borga í Bandaríkjunum. Það má samt búast við að þetta máli fá meiri umfjöllun og athygli haldi liðin áfram að gefa bestu mönnum sínum frí í leikjum. Það er ekki gott fyrir almenningsálit NBA-deildarinnar ef áhorfendur sem borga fyrir að sjá Steph Curry og LeBron James spila en sjá ekki meira af þeim en þá hlæjandi í sparifötunum á bekknum. NBA Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Karl Malone spilaði 19 tímabil í NBA-deildinni og er einn af mestu járnmönnum í sögu deildarinnar. Hann gefur ekki mikið fyrir það sem NBA-liðin eru mörg hver byrjuð að stunda til að halda leikmönnum sínum ferskum. Malone spilaði 81 leik eða fleiri á fjórtán af sínum nítján tímabilum og hann var ekki að taka sér „frí“ í vinnunni eins og hann orðar það. Lið í NBA-deildinni eru mörg farin að hvíla stjörnuleikmenn sína í ákveðnum leikjum. San Antonio Spurs hefur stundað þetta undanfarin ár en nú eru fleiri lið farin að gera þetta líka. Golden State Warriors mætti með hálfgert varalið í leik á móti San Antonio Spurs á dögunum og um helgina hvíldi Cleveland Cavaliers sína þrjá bestu menn í leik á móti Los Angeles Clippers. LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love fengu þá allir frí. „Ef þú hefur ekki að minnsta kosti tíu ára reynslu þá drullastu til að spila. Þetta er ekki vinna því þetta er kallað að leika (playing),“ sagði Karl Malone í spjalli við Sage Steele hjá ESPN. „Ennfremur, segðu þjónustufólkinu á lélegu launum, lögreglunni og fyrstu viðbragðsaðilum að taka sér frí. Fjandinn hafi það, þau geta það ekki,“ sagði Malone og hefur vissulega margt til síns máls. Það fylgir líka sögunni að það er mikið álag á skrokkum NBA-leikmannanna sem þurfa að spila 82 leiki áður en kemur að úrslitakeppninni auk þessa að ferðast langar vegalengdir á milli borga í Bandaríkjunum. Það má samt búast við að þetta máli fá meiri umfjöllun og athygli haldi liðin áfram að gefa bestu mönnum sínum frí í leikjum. Það er ekki gott fyrir almenningsálit NBA-deildarinnar ef áhorfendur sem borga fyrir að sjá Steph Curry og LeBron James spila en sjá ekki meira af þeim en þá hlæjandi í sparifötunum á bekknum.
NBA Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira