Rússíbanareið krónunnar Stjórnarmaðurinn skrifar 20. mars 2017 11:30 Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Gjaldeyrishöftin voru afnumin í vikunni. Lauk þar löngum kafla í lífi þjóðar. Höftin voru á sínum tíma neyðarráðstöfun til að koma í veg fyrir hrun krónunnar, og virkuðu glimrandi sem slík. Einhvers konar stöðugleika var náð þótt fylgismenn hins óhefta og frjálsa markaðar þyrftu tímabundið að halda fyrir nefið. Höftin þjónuðu tilgangi sínum og komu í veg fyrir að lífskjaraskerðing þjóðarinnar eftir hrun yrði meiri en hún varð. Nú tæpum níu árum seinni hafa höftin verið afnumin. Sennilegast er að í þetta skiptið hafi hugsunarháttur þeirra stjórnmálamanna sem tilkynntu um ákvörðunina verið sá að veikja krónuna handvirkt. Staðan er nefnilega sú að sterkt gengi er farið að hafa veruleg áhrif á sjávarútveginn, ferðaþjónustuna og aðrar útflutningsgreinar. Áhugavert í því samhengi var að heyra forstjóra leitarvélarinnar Dohop benda á að fyrirtækið yrði af um fjórðungi tekna sinna á þessu ári vegna styrkingar krónunnar. Munar um minna og þá sérstaklega fyrir minni félög í örum vexti. Krónan er enn og aftur farin að láta á sér kræla sem skaðvaldur atvinnulífsins. Fyrir stjórnvöld er hins vegar er mun jákvæðara að tilkynna um afnám hafta en gengisfellingu. Þótt krónan hafi tímabundið gefið eftir er fátt sem bendir til annars en að hún styrkist fremur en hitt. Ísland er skuldlaust og hér ríkir hagvöxtur sem varla þekkist annars staðar. Tvær milljónir ferðamanna er vissulega mikil aukning frá því sem áður var, en er alls ekki mikið í stóra samhenginu. Er eitthvað sem segir að við getum ekki átt von á tvöfalt fleiri ferðamönnum innan örfárra ára? Þá mega gjaldeyriskaup Seðlabankans sín lítils. Sama gildir um vaxtalækkanir af ofurvöxtunum sem hér ríkja að jafnaði. Vopnabúr Seðlabankans er bert. Mörgum er starsýnt á að krónan hafi hjálpað okkur við endurreisnina eftir hrun. Það er mikið til í því, en hin hliðin á peningnum er sú að hún átti líka stóran hlut í að koma okkur í klandrið til að byrja með. Í fyrirtækjarekstri er mikið unnið með því að þekkja sem flestar breytur og lágmarka með því áhættu í rekstrinum. Þannig er sennilega farsælla til lengri tíma að baka ágætt brauð alla daga, fremur en að baka stórkostlegan hleif einn daginn, en óætan þann næsta Gildir ekki það sama í peningamálum þjóðar?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira