
Afnám ÁTVR: Ekki bara af því bara!
Röksemdir og kredda
Í fyrsta lagi þá skýtur skökku við að saka andstæðinga einkavæðingar, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða varðandi áfengismálin, um að stjórnast af hugmyndafræði, þegar staðreyndin er sú að allur málflutningur þeirra gengur út á málefnaleg rök, vísað er í rannsóknir og skýrslur, ábendingar heilbrigðisyfirvalda, ungmenna- og foreldrasamtaka og fagaðila, sem flestir ef ekki allir, gera grein fyrir andstöðu sinni með skírskotun til efnislegra röksemda. Síðast en ekki síst vísa andstæðingar frumvarpsins til lýðheilsustefnu stjórnvalda sem byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu.
Stuðningsfólk frumvarpsins klifar á hinn bóginn á því að óeðlilegt sé að ríkið hafi áfengissölu með höndum. Það er fyrst og fremst hugmyndafræðileg afstaða svo fremi hún styðjist ekki við annað en þetta pólitíska viðhorf, að ríkið eigi ekki að koma nálægt neins konar markaðsstarfsemi.
Málefnalegar spurningar og vangaveltur
Ef samfélagsleg aðkoma tryggir eftirfarandi umfram einkaaðila: a) betra utanumhald og minni ágang markaðsafla,
b) er betri fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi okkur sem skattgreiðendur,
c) færir okkur hagstæðara verðlag (hátt útsöluverð stjórnast af álagningu),
d) tryggir meira úrval,
e) dregur úr aðstöðumun þéttbýlis og dreifbýlis; ef þetta er svo, er þá ekki sjálfsagt að halda í það fyrirkomulag sem við búum við?
Í þessum röksemdum sameinast þeir sem vilja takmarka aðgengi af lýðheilsuástæðum og hinir sem neyta áfengis og vilja hafa ríka valmöguleika, tryggja hagstætt verðlag og hagsmuni sína sem skattgreiðendur. Allt eru þetta efnislegar röksemdir gegn staðhæfingum þeirra sem segja það vera rangt að ríkið hafi áfengisdreifinguna á sinni hendi af þeirri einföldu ástæðu að það sé rangt! Með öðrum orðum: Af því bara. Ég held að varla sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hugmyndafræði sé þarna orðin stjórnmálamönnum fjötur um fót.
Ekki flýti á kostnað yfirvegunar!
En hvers vegna ekki að afgreiða málið í snarhasti með atkvæðagreiðslu, þess vegna á morgun? Það er vissulega rétt, að margt hefur verið sagt um þetta mál bæði inni á Alþingi og í þjóðfélaginu almennt. En ef það er nú svo að meirihluti þingmanna gæti verið fyrir því að hunsa eigin lýðheilsustefnu, ganga gegn ábendingum alþjóðlegra og innlendra heilbrigðisyfirvalda, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins, samþykktum heilbrigðisstétta, almennum vilja í þjóðfélaginu eins og hann hefur margítrekað birst í skoðanakönnunum, með öðrum orðum, lýðræðislegum vilja, óskum og hvatningu foreldrasamtaka, sérfræðinga í áfengisvarnarmálum, nánast allra umsagnaraðila um málið, ef á að hunsa allt þetta og þröngva síðan upp á okkur fyrirkomulagi sem svo rík andstaða er gegn, verður þá ekki skiljanlegt að menn vilji vinna tíma þar til öllum þingmönnum sem greiða atkvæði um málið hafi örugglega gefist tóm til að ígrunda allar hliðar þess af yfirvegun? Varla er til of mikils mælst í svo afdrifaríku máli að þeir sem taka ákvörðun geri það á upplýstan hátt!
Hagsmunabarátta, ekki frelsisbarátta
Í þriðja lagi langar mig til að beina því til þeirra sem telja að málið snúist um togstreitu á milli frelsis og lýðheilsusjónarmiða, hvort ekki væri nær að segja að í því kristallist átök á milli lýðheilsuhagsmuna annars vegar og verslunarhagsmuna hins vegar. Eða hvers vegna skyldu stóru verslunarsamsteypurnar vera nær einu aðilarnir sem mæla málinu bót í samræmdu pólitísku göngulagi með hugmyndafræðilegum samherjum á þingi?
Verslunarkeðjurnar eru ákafar í breytingar, enda er þar um mikla peningahagsmuni þeirra að tefla. Eigendurnir vilja þannig ÁTVR-verslun ríkisins feiga. Og það vilja þeir ekki bara af því bara.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð...
Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar

Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd?
Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar

Sameinumst – stétt með stétt
Sævar Jónsson skrifar

Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs
Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra?
Helga C Reynisdóttir skrifar

Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun
Björn Sævar Einarsson skrifar

Íþróttastarf fyrir alla
Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins
Meyvant Þórólfsson skrifar

Að verja friðinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

12 spor ríkisstjórnarinnar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Færni í nýsköpun krefst þjálfunar
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf
Edda Rut Björnsdóttir skrifar

Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru
Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Um Varasjóð VR
Flosi Eiríksson skrifar

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Frelsið er yndislegt þegar það hentar
Jens Garðar Helgason skrifar

Borgaralegt og hernaðarlegt
Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana?
Micah Garen skrifar

Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar

Grafið undan grunngildum
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Samúð
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Allskonar núansar
Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar

Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir?
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar