Ósaga Íslands 1909-2009 Þorvaldur Gylfason skrifar 23. mars 2017 07:00 Sumar ritsmíðar birtast undir svo fráleitum fyrirsögnum að yfirskriftin dæmir textann beinlínis úr leik. Litlu munar að þessi lýsing eigi við veigamestu ritgerðina í 11. bindi Sögu Íslands sem kom út fyrir skömmu á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags undir ritstjórn Péturs Hrafns Árnasonar sagnfræðings og Sigurðar Líndal prófessors sem lét af starfi forseta félagsins 2016. Fyrsta og lengsta ritgerðin í bókinni, skráð af Pétri Hrafni, er tæpar 260 síður og ber heitið „Frá herra Cable til doktor Franeks: Saga Íslands 1909-2009“. Fráleitni fyrirsagnarinnar felst í að hvorki Eric Grant Cable, ræðismaður Breta á Íslandi 1914-1919, né Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS á Íslandi í fáein ár eftir hrun, skipta sjálfir nokkru máli fyrir framvindu sögunnar með fullri virðingu fyrir störfum beggja. Flestir núlifandi lesendur hafa að vonum aldrei áður heyrt á fyrri manninn minnzt. Síðari maðurinn, Franek Rozwadowski, er prýðilegur hagfræðingur, þaulreyndur starfsmaður AGS, og var fulltrúi sjóðsins á Íslandi árin eftir hrun. Slíkir fulltrúar AGS eru starfsmenn á plani og hafa engin völd. Hlutverk þeirra er að framfylgja markaðri stefnu AGS í samráði við innlend stjórnvöld eftir settum reglum. Sjóðurinn var á Íslandi í boði stjórnvalda, kvaddur hingað heim til að veita neyðarhjálp. Ríkisstjórnin og Alþingi tóku allar ákvarðanir en nutu ráða og fjárhagsaðstoðar sjóðsins og Norðurlanda. Fyrirsögnin „Frá herra Cable til doktor Franeks“ veitir lesandanum hugboð um óeðlileg afskipti útlendinga af íslenzkum málum. Þannig tala þjóðernisöfgamenn og hafa ætíð gert til að kynda undir tortryggni í garð útlendinga. Íslendingar hafa þó sjaldan þurft að kvarta undan erlendum afskiptum frá heimastjórn 1904 fram á okkar daga, jafnvel ekki þegar Bretar hertóku Ísland 1940. Flestir landsmenn fögnuðu því að Bretar urðu fyrri til en Þjóðverjar. Hervernd Bandaríkjanna og síðan Nató eftir stríð var að vísu umdeild, en herinn var hér í boði stjórnvalda.Samhengisleysi Ritgerð Péturs Hrafns Árnasonar er mun lakari en annað útgefið efni um Íslandssögu 20. aldar þar sem hæst ber Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson prófessor. Ritgerðin líður fyrir samhengisleysi og æpandi þagnir, flestar í þágu ráðandi hagsmuna á stjórnmálavettvangi. Skoðum samhengisleysið fyrst. Þarna stendur „Togaraútgerðin var rekin með tapi öll árin 1931-39“ (bls. 65) og „Tímabilið 1950-70 einkenndist meira og minna af taprekstri í togaraútgerð“ (bls. 97) eins og ekkert hafi verið sjálfsagðara. Hátt gengi krónunnar er að vísu nefnt til sögunnar, en samhengið vantar að öðru leyti. Lesandinn er ekki fræddur um hvers vegna mikilvægasti atvinnuvegur landsmanna var rekinn með tapi áratugum saman. Textinn er öðrum þræði eins og símtal þar sem prósentur eru þuldar samhengislaust í belg og biðu. Og svo eru þarna á einum stað tvö ávörp forsætisráðherra sett í óviðeigandi samhengi. Um útvarpsávarp Hermanns Jónassonar forsætisráðherra eftir landgöngu brezkra hermanna vorið 1940 þar sem Hermann hvatti þjóðina til að „taka þessu með jafnvægi og ró“ segir Pétur Hrafn: „Þessi hvatningarorð … áttu eftir að finna samhljóm í ávarpi annars forsætisráðherra á öðrum þrengingatímum, hinn 6. október 2008“ (bls. 70) og á þá við ræðu Geirs Haarde sem lauk með orðunum „Guð blessi Ísland“. Höfundurinn líkir hruninu þannig óbeint við hernámið eins og til að draga athygli lesandans frá því að hrunið var, ólíkt hernáminu, af völdum innlendra manna fyrst og fremst.Þagnir Enn vandræðalegri eru þagnirnar. Þarna er t.d. fjallað um veru Bandaríkjahers á Íslandi 1941-2006 án þess að nefna hermangið einu orði eða þá staðreynd að vera hersins hér skilaði þjóðarbúinu andvirði um 2% af landsframleiðslu á hverju ári að jafnaði. Fjallað er um stjórn sjávarútvegsmála án þess að nefna að Hæstiréttur dæmdi kvótakerfið brotlegt gegn stjórnarskránni 1998 og sneri síðan við blaðinu undir þrýstingi frá ráðherrum 2000. Mannréttindanefnd SÞ staðfesti 2007 fyrri dóm Hæstaréttar með bindandi áliti þess efnis að fiskveiðistjórnin bryti gegn stjórnarskránni og ríkisstjórninni bæri að greiða skaðabætur þeim sem mismununin í úthlutun aflaheimilda hefði brotið gegn. Um allt þetta o.fl. er þagað. Um aðdraganda hrunsins segir: „Vissulega heyrðust varnaðarorð, einkum erlendis frá …“ (bls. 241). Um útifundina eftir hrun segir svo: „Laugardagsfundunum á Austurvelli lauk ætíð með sameiginlegu ákalli þar sem krafist var brottvikningar stjórna Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, að ríkisstjórnin færi frá og boðað yrði til kosninga.“ (bls. 247). Krafan um nýja stjórnarskrá sem kom ítrekað fram á fundunum er ekki nefnd og náði hún þó fram að ganga strax 2009 þar til Alþingi sveikst undan merkjum vorið 2013. Spaugilegust er e.t.v. þögnin um Eimreiðarhópinn sem er ákallaður tvisvar í textanum af óljósu tilefni án þess að sagt sé frá því að margir í hópnum – sjö af tólf! – hafa fengið dóma fyrir lögbrot og sektir og einn bíður nú nýs dóms að auki. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Sumar ritsmíðar birtast undir svo fráleitum fyrirsögnum að yfirskriftin dæmir textann beinlínis úr leik. Litlu munar að þessi lýsing eigi við veigamestu ritgerðina í 11. bindi Sögu Íslands sem kom út fyrir skömmu á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags undir ritstjórn Péturs Hrafns Árnasonar sagnfræðings og Sigurðar Líndal prófessors sem lét af starfi forseta félagsins 2016. Fyrsta og lengsta ritgerðin í bókinni, skráð af Pétri Hrafni, er tæpar 260 síður og ber heitið „Frá herra Cable til doktor Franeks: Saga Íslands 1909-2009“. Fráleitni fyrirsagnarinnar felst í að hvorki Eric Grant Cable, ræðismaður Breta á Íslandi 1914-1919, né Franek Rozwadowski, fulltrúi AGS á Íslandi í fáein ár eftir hrun, skipta sjálfir nokkru máli fyrir framvindu sögunnar með fullri virðingu fyrir störfum beggja. Flestir núlifandi lesendur hafa að vonum aldrei áður heyrt á fyrri manninn minnzt. Síðari maðurinn, Franek Rozwadowski, er prýðilegur hagfræðingur, þaulreyndur starfsmaður AGS, og var fulltrúi sjóðsins á Íslandi árin eftir hrun. Slíkir fulltrúar AGS eru starfsmenn á plani og hafa engin völd. Hlutverk þeirra er að framfylgja markaðri stefnu AGS í samráði við innlend stjórnvöld eftir settum reglum. Sjóðurinn var á Íslandi í boði stjórnvalda, kvaddur hingað heim til að veita neyðarhjálp. Ríkisstjórnin og Alþingi tóku allar ákvarðanir en nutu ráða og fjárhagsaðstoðar sjóðsins og Norðurlanda. Fyrirsögnin „Frá herra Cable til doktor Franeks“ veitir lesandanum hugboð um óeðlileg afskipti útlendinga af íslenzkum málum. Þannig tala þjóðernisöfgamenn og hafa ætíð gert til að kynda undir tortryggni í garð útlendinga. Íslendingar hafa þó sjaldan þurft að kvarta undan erlendum afskiptum frá heimastjórn 1904 fram á okkar daga, jafnvel ekki þegar Bretar hertóku Ísland 1940. Flestir landsmenn fögnuðu því að Bretar urðu fyrri til en Þjóðverjar. Hervernd Bandaríkjanna og síðan Nató eftir stríð var að vísu umdeild, en herinn var hér í boði stjórnvalda.Samhengisleysi Ritgerð Péturs Hrafns Árnasonar er mun lakari en annað útgefið efni um Íslandssögu 20. aldar þar sem hæst ber Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson prófessor. Ritgerðin líður fyrir samhengisleysi og æpandi þagnir, flestar í þágu ráðandi hagsmuna á stjórnmálavettvangi. Skoðum samhengisleysið fyrst. Þarna stendur „Togaraútgerðin var rekin með tapi öll árin 1931-39“ (bls. 65) og „Tímabilið 1950-70 einkenndist meira og minna af taprekstri í togaraútgerð“ (bls. 97) eins og ekkert hafi verið sjálfsagðara. Hátt gengi krónunnar er að vísu nefnt til sögunnar, en samhengið vantar að öðru leyti. Lesandinn er ekki fræddur um hvers vegna mikilvægasti atvinnuvegur landsmanna var rekinn með tapi áratugum saman. Textinn er öðrum þræði eins og símtal þar sem prósentur eru þuldar samhengislaust í belg og biðu. Og svo eru þarna á einum stað tvö ávörp forsætisráðherra sett í óviðeigandi samhengi. Um útvarpsávarp Hermanns Jónassonar forsætisráðherra eftir landgöngu brezkra hermanna vorið 1940 þar sem Hermann hvatti þjóðina til að „taka þessu með jafnvægi og ró“ segir Pétur Hrafn: „Þessi hvatningarorð … áttu eftir að finna samhljóm í ávarpi annars forsætisráðherra á öðrum þrengingatímum, hinn 6. október 2008“ (bls. 70) og á þá við ræðu Geirs Haarde sem lauk með orðunum „Guð blessi Ísland“. Höfundurinn líkir hruninu þannig óbeint við hernámið eins og til að draga athygli lesandans frá því að hrunið var, ólíkt hernáminu, af völdum innlendra manna fyrst og fremst.Þagnir Enn vandræðalegri eru þagnirnar. Þarna er t.d. fjallað um veru Bandaríkjahers á Íslandi 1941-2006 án þess að nefna hermangið einu orði eða þá staðreynd að vera hersins hér skilaði þjóðarbúinu andvirði um 2% af landsframleiðslu á hverju ári að jafnaði. Fjallað er um stjórn sjávarútvegsmála án þess að nefna að Hæstiréttur dæmdi kvótakerfið brotlegt gegn stjórnarskránni 1998 og sneri síðan við blaðinu undir þrýstingi frá ráðherrum 2000. Mannréttindanefnd SÞ staðfesti 2007 fyrri dóm Hæstaréttar með bindandi áliti þess efnis að fiskveiðistjórnin bryti gegn stjórnarskránni og ríkisstjórninni bæri að greiða skaðabætur þeim sem mismununin í úthlutun aflaheimilda hefði brotið gegn. Um allt þetta o.fl. er þagað. Um aðdraganda hrunsins segir: „Vissulega heyrðust varnaðarorð, einkum erlendis frá …“ (bls. 241). Um útifundina eftir hrun segir svo: „Laugardagsfundunum á Austurvelli lauk ætíð með sameiginlegu ákalli þar sem krafist var brottvikningar stjórna Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, að ríkisstjórnin færi frá og boðað yrði til kosninga.“ (bls. 247). Krafan um nýja stjórnarskrá sem kom ítrekað fram á fundunum er ekki nefnd og náði hún þó fram að ganga strax 2009 þar til Alþingi sveikst undan merkjum vorið 2013. Spaugilegust er e.t.v. þögnin um Eimreiðarhópinn sem er ákallaður tvisvar í textanum af óljósu tilefni án þess að sagt sé frá því að margir í hópnum – sjö af tólf! – hafa fengið dóma fyrir lögbrot og sektir og einn bíður nú nýs dóms að auki. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun