Fyrsti Mustanginn boðinn upp Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 09:31 Fyrsti Mustanginn er falur. Fyrsti Ford Mustang með þaki sem framleiddur var árið 1965 verður boðinn upp hjá Mecum Indianapolis uppboðinu í maí. Bíllinn ber raðnúmerið 00002, en einn Mustang með blæju var framleiddur á undan honum og ber því stafina 00001. Fullt VIN númer bílsins er hinsvegar 5F07U100002. Bíllinn er í nánast fullkomnu ástandi og er í upphaflega lit sínum, Caspian Blue. Þessi fyrsti Mustang með “Hard top” átti að fara til söluumboðsins Brown Brothers Ford í Vancouver í Kanada, en vegna mistaka í flutningum endaði hann hinsvegar hjá Whitehorse Motors í Yukon, en þó í sama landi. Umboðið þar notaði bílinn sem reynsluakstursbíl í nokkra mánuði, en seldi hann svo um sumarið 1965. Mustanginn hefur verið í eigu 13 aðila á þessum 52 árum. Síðasti eigandi tók bílinn í gegn og gerði hann eins upprunalegan og mögulegt er. Í bílnum er sama 170 kúbiktommu 6 strokka vélin og þriggja gíra beinskipting. Mecum uppboðshúsið hefur ekki gefið upp viðmiðunarverðið á bílnum en það má búast við að bíllinn fari á mjög háu verði.Bíllinn er líka algjörlega upprunalegur að innan. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Fyrsti Ford Mustang með þaki sem framleiddur var árið 1965 verður boðinn upp hjá Mecum Indianapolis uppboðinu í maí. Bíllinn ber raðnúmerið 00002, en einn Mustang með blæju var framleiddur á undan honum og ber því stafina 00001. Fullt VIN númer bílsins er hinsvegar 5F07U100002. Bíllinn er í nánast fullkomnu ástandi og er í upphaflega lit sínum, Caspian Blue. Þessi fyrsti Mustang með “Hard top” átti að fara til söluumboðsins Brown Brothers Ford í Vancouver í Kanada, en vegna mistaka í flutningum endaði hann hinsvegar hjá Whitehorse Motors í Yukon, en þó í sama landi. Umboðið þar notaði bílinn sem reynsluakstursbíl í nokkra mánuði, en seldi hann svo um sumarið 1965. Mustanginn hefur verið í eigu 13 aðila á þessum 52 árum. Síðasti eigandi tók bílinn í gegn og gerði hann eins upprunalegan og mögulegt er. Í bílnum er sama 170 kúbiktommu 6 strokka vélin og þriggja gíra beinskipting. Mecum uppboðshúsið hefur ekki gefið upp viðmiðunarverðið á bílnum en það má búast við að bíllinn fari á mjög háu verði.Bíllinn er líka algjörlega upprunalegur að innan.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent