Lífið

Fal­leg ís­lensk heimili: Ein­stak­lega smekk­leg ein­stak­lings­í­búð og flottasta þvotta­hús borgarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta útsýni er stórbrotið.
Þetta útsýni er stórbrotið.
Nýr íslenskur þáttur hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið og heitir hann Falleg íslensk heimili.

Þar fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni. Í fyrsta þættinum var farið í heimsókn í Sólheimablokkina frægu sem var reist árið 1962 sem samvinnuverkefni.

Það virkaði þannig að íbúarnir gátu hjálpað til við framkvæmdina og lækkað þannig sinn hlut í kostnaði. Það þykir sérstakt í dag að dregið var um hvar fólk fékk íbúð í húsinu. Efst er svo að finna sameiginlegt þvottahús og er með gríðarlega fallegu útsýni sem allir íbúar hússins fá að njóta.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×