Tárvotur Jason Day hætti keppni vegna veikinda móður sinnar | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2017 16:45 Ástralski kylfingurinn Jason Day brotnaði saman á blaðamannafundi eftir að hafa þurft að draga sig úr keppni á WGC Match Play í Texas vegna veikinda móður sinnar. Þegar Day dró sig úr keppni héldu margir að það væri vegna meiðsla. En Ástralinn greindi svo frá því að hann hafi ekki getað haldið keppni áfram vegna veikinda móður sinnar sem er með lungnakrabbamein. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Mamma mín hefur verið hérna í Bandaríkjunum og er með lungnakrabbamein. Í upphafi árs var henni sagt að hún ætti 12 mánuði eftir ólifaða,“ sagði Day. Að hans sögn fær móðir hans mun betri meðhöndlun í Bandaríkjunum en í Ástralíu. „Greiningin er mun betri hér. Hún er á leið í aðgerð og ég get ekki hugsað mér að vera úti á golfvelli út af því sem hún er að ganga í gegnum,“ sagði Day sem var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn úr lungnakrabbameini. „Ég hef einu sinni gengið í gegnum þetta með pabba minn og veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að horfa á mömmu ganga í gegnum þetta. Núna ætla ég að vera til staðar fyrir mömmu og vonandi fer allt vel.“ Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Jason Day brotnaði saman á blaðamannafundi eftir að hafa þurft að draga sig úr keppni á WGC Match Play í Texas vegna veikinda móður sinnar. Þegar Day dró sig úr keppni héldu margir að það væri vegna meiðsla. En Ástralinn greindi svo frá því að hann hafi ekki getað haldið keppni áfram vegna veikinda móður sinnar sem er með lungnakrabbamein. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Mamma mín hefur verið hérna í Bandaríkjunum og er með lungnakrabbamein. Í upphafi árs var henni sagt að hún ætti 12 mánuði eftir ólifaða,“ sagði Day. Að hans sögn fær móðir hans mun betri meðhöndlun í Bandaríkjunum en í Ástralíu. „Greiningin er mun betri hér. Hún er á leið í aðgerð og ég get ekki hugsað mér að vera úti á golfvelli út af því sem hún er að ganga í gegnum,“ sagði Day sem var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn úr lungnakrabbameini. „Ég hef einu sinni gengið í gegnum þetta með pabba minn og veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að horfa á mömmu ganga í gegnum þetta. Núna ætla ég að vera til staðar fyrir mömmu og vonandi fer allt vel.“
Golf Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira