Ætla að endurnýta fyrstu eldflaugina Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2017 12:15 Ljósmynd af geimskoti SpaceX tekin yfir ákveðið tímabil. Hún sýnir geimskotið og lendinguna. SpaceX Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX stefnir að því að brjóta blað í sögu geimkönnunar í næstu viku. Þá verður Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins skotið á loft frá Flórída, en sú eldflaug hefur áður verið notuð til að ferja gervihnetti á braut um jörðu og var henni lent aftur. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtir eldflaug. Tilgangur þess að endurnýta eldflaugar er að spara verulega við kostnað geimskota og á endanum að koma upp byggð manna á Mars. Eldflaugin sem um ræðir lenti á drónaskipi í Atlantshafinu í apríl í fyrra, eins og sjá má hér að neðan.Allt í allt hefur SpaceX tekist að lenda átta eldflaugum frá því í desember 2015. Þremur á landi og fimm á sjó, samkvæmt frétt Bloomberg. Þeim hefur verið komið fyrir í vöruskemmu í Kaliforníu. Það tók um fjóra mánuði að gera þessa eldflaug klára fyrir annað geimskot, en markmið SpaceX er að stytta það tímabil niður í einn dag. Starfsmenn fyrirtækisins ætla sér að nota geimflaugar eins og flugvélar eru notaðar. Dýrasti hluti geimskota er eldflaugin, sem yfirleitt er hönnuð til þess að brenna upp í gufuhvolfinu. Samkvæmt Business Insider kostar hvert skot Falcon 9 eldflaugar um 62 milljónir dala. Þar af fara um 37 milljónir í byggingu eldflaugarinnar. SpaceX hefur gefið út að viðskiptavinir fyrirtækisins sem notast við notaðar eldflaugar fái um 30 prósenta afslátt.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira