Segir Gylfa Þór kominn á par við snillinga eins og Eið Smára og Ásgeir Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2017 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson er besti fótboltamaður Íslands í dag. vísir/getty Arnar Grétarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem nú þjálfar Breiðablik í Pepsi-deild karla, heldur ekki vatni yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar með Swansea og íslenska landsliðinu þessa mánuðina. Gylfi Þór var allt í öllu í 2-1 sigri Íslands gegn Kósóvó síðastliðinn föstudag en hann er einnig stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með ellefu stykki. Arnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn og mærði þar Hafnfirðinginn. Sjá einnig:Óskar Hrafn: Guð hjálpi landsliðinu ef Gylfi Sigurðsson meiðist „Það sem mér finnst svo frábært er að hann er svo mikill fagmaður. Þetta er gaur sem lifir fyrir fótboltann. hann setti sér það markmið sem lítill gutti að verða atvinnumaður. Hann hugsar rosalega vel um sig, æfir mikið og gerir mikið aukalega. Þetta eru engin geimvísindi. Ef þú ætlar að verða góður þá þarftu að leggja mikið á þig,“ segir Arnar. „Það er lykilatriði að þú verður að rífa þig upp og gera þessa hluti sem flestir nenna ekki að gera. Sumir mæta bara á æfingu og gera það sem þarf að gera en Gylfi er þannig að hann gerir alltaf eitthvað aukalega.“Ásgeir Sigurvinson var kosinn sá besti allra tíma á Íslandi í þáttunum tíu bestu.vísir/gettyÁ pari við þá bestu Arnar spilaði 71 landsleik á fimmtán ára landsliðsferli og spilaði með mörgum af bestu leikmönnum Íslandssögunnar. Hann er á því að Gylfi sé á leið með að verða sá besti frá upphafi. „Gylfi er klárlega á meðal þeirra bestu. Hann er líka svo stöðugur. Þú veist alltaf hvað þú færð frá honum og hann spilar alltaf frábærlega. Ef hann heldur svona áfram kæmi ekkert á óvart ef talað yrði um hann sem okkar besta fótboltamann,“ segir Arnar. „Hann er kominn á par við snillinga eins og Eið Smára og Ásgeir Sigurvinsson,“ segir Arnar enn fremur. Það sem Arnar er svo ánægður með er hversu góð fyrirmynd Gylfi Þór er. Þessi 27 ára gamli Hafnfirðingurinn reykir hvorki né drekkur og kemur vel fram allstaðar. „Fótboltinn í dag er öðruvísi. Ef þú hagar þér eins og vitleysingur vita allir af því strax. Þú þarft að vera rosaleg fyrirmynd sem atvinnumaður í dag,“ segir Arnar. „Sem leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eru margar milljónir að fylgjast með þér. Það er ekki gott ef þú ert látandi eins og fífl og lætur sjá þig úti að drekka og reykja. Þú vilt hafa fyrirmyndina eins og Gylfa.“Eiður Smári varð tvisvar Englandsmeistari með Chelsea.vísir/gettyRosaleg viðurkenning Aðspurður hver var besti leikmaðurinn sem hann spilaði með í íslenska landsliðinu svarar Arnar: „Ætli maður verði ekki að segja Eiður Smári. Hann var frábær eins og pabbi sinn. Siggi Jóns var líka frábær. Það voru margir frábærir en ef maður talar bara um hrein gæði þá var Eiður með töfra og gat gert ótrúlega hluti. Eiður Smári er gaur sem hafði x-factor.“ Eiður Smári hefur náð lengst allra íslenska fótboltamanna síðustu tvo áratugina eða svo en Arnar telur að hann hefði getað gert enn meira ef hann væri líkari Gylfa. „Ég hef séð Eið Smára æfa. Hann æfir alltaf eins og brjálæðingur en hefði hann haft það sama og Gylfi í þessu öllu hvert hann hefði hann þá getað farið? Hann fór í bestu félög heims og spilaði með Chelsea sem er ótrúlegt. Hann var ekki bara leikmaður þar heldur enn af betri leikmönnum liðsins og fer svo til Barcelona,“ segir Arnar. „Ég held enn þá að sumir fótboltamenn hér heima átti sig ekki á hversu merkilegt það var að komast til Barcelona. Það var rosaleg viðurkenning. Að hafa náð því sýnir okkur hvar þessi drengur var á þessum tímapunkti,“ segir Arnar Grétarsson. Þáttinn í heild sinni má heyra hér að neðan en umræðan um Gylfa Þór og Eið Smára hefst á 1:29:11 Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Óskar Hrafn: Guð hjálpi landsliðinu ef Gylfi Sigurðsson meiðist Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnusérfræðingur íþróttadeildar 365, rýnir í stöðuna á íslenska liðinu eftir leikinn gegn Kósóvó. Óskar segir að ekki sé hægt að kvarta yfir árangri liðsins en blikur séu á lofti með leik liðsins. 27. mars 2017 06:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Arnar Grétarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta sem nú þjálfar Breiðablik í Pepsi-deild karla, heldur ekki vatni yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar með Swansea og íslenska landsliðinu þessa mánuðina. Gylfi Þór var allt í öllu í 2-1 sigri Íslands gegn Kósóvó síðastliðinn föstudag en hann er einnig stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með ellefu stykki. Arnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn og mærði þar Hafnfirðinginn. Sjá einnig:Óskar Hrafn: Guð hjálpi landsliðinu ef Gylfi Sigurðsson meiðist „Það sem mér finnst svo frábært er að hann er svo mikill fagmaður. Þetta er gaur sem lifir fyrir fótboltann. hann setti sér það markmið sem lítill gutti að verða atvinnumaður. Hann hugsar rosalega vel um sig, æfir mikið og gerir mikið aukalega. Þetta eru engin geimvísindi. Ef þú ætlar að verða góður þá þarftu að leggja mikið á þig,“ segir Arnar. „Það er lykilatriði að þú verður að rífa þig upp og gera þessa hluti sem flestir nenna ekki að gera. Sumir mæta bara á æfingu og gera það sem þarf að gera en Gylfi er þannig að hann gerir alltaf eitthvað aukalega.“Ásgeir Sigurvinson var kosinn sá besti allra tíma á Íslandi í þáttunum tíu bestu.vísir/gettyÁ pari við þá bestu Arnar spilaði 71 landsleik á fimmtán ára landsliðsferli og spilaði með mörgum af bestu leikmönnum Íslandssögunnar. Hann er á því að Gylfi sé á leið með að verða sá besti frá upphafi. „Gylfi er klárlega á meðal þeirra bestu. Hann er líka svo stöðugur. Þú veist alltaf hvað þú færð frá honum og hann spilar alltaf frábærlega. Ef hann heldur svona áfram kæmi ekkert á óvart ef talað yrði um hann sem okkar besta fótboltamann,“ segir Arnar. „Hann er kominn á par við snillinga eins og Eið Smára og Ásgeir Sigurvinsson,“ segir Arnar enn fremur. Það sem Arnar er svo ánægður með er hversu góð fyrirmynd Gylfi Þór er. Þessi 27 ára gamli Hafnfirðingurinn reykir hvorki né drekkur og kemur vel fram allstaðar. „Fótboltinn í dag er öðruvísi. Ef þú hagar þér eins og vitleysingur vita allir af því strax. Þú þarft að vera rosaleg fyrirmynd sem atvinnumaður í dag,“ segir Arnar. „Sem leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eru margar milljónir að fylgjast með þér. Það er ekki gott ef þú ert látandi eins og fífl og lætur sjá þig úti að drekka og reykja. Þú vilt hafa fyrirmyndina eins og Gylfa.“Eiður Smári varð tvisvar Englandsmeistari með Chelsea.vísir/gettyRosaleg viðurkenning Aðspurður hver var besti leikmaðurinn sem hann spilaði með í íslenska landsliðinu svarar Arnar: „Ætli maður verði ekki að segja Eiður Smári. Hann var frábær eins og pabbi sinn. Siggi Jóns var líka frábær. Það voru margir frábærir en ef maður talar bara um hrein gæði þá var Eiður með töfra og gat gert ótrúlega hluti. Eiður Smári er gaur sem hafði x-factor.“ Eiður Smári hefur náð lengst allra íslenska fótboltamanna síðustu tvo áratugina eða svo en Arnar telur að hann hefði getað gert enn meira ef hann væri líkari Gylfa. „Ég hef séð Eið Smára æfa. Hann æfir alltaf eins og brjálæðingur en hefði hann haft það sama og Gylfi í þessu öllu hvert hann hefði hann þá getað farið? Hann fór í bestu félög heims og spilaði með Chelsea sem er ótrúlegt. Hann var ekki bara leikmaður þar heldur enn af betri leikmönnum liðsins og fer svo til Barcelona,“ segir Arnar. „Ég held enn þá að sumir fótboltamenn hér heima átti sig ekki á hversu merkilegt það var að komast til Barcelona. Það var rosaleg viðurkenning. Að hafa náð því sýnir okkur hvar þessi drengur var á þessum tímapunkti,“ segir Arnar Grétarsson. Þáttinn í heild sinni má heyra hér að neðan en umræðan um Gylfa Þór og Eið Smára hefst á 1:29:11
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17 Óskar Hrafn: Guð hjálpi landsliðinu ef Gylfi Sigurðsson meiðist Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnusérfræðingur íþróttadeildar 365, rýnir í stöðuna á íslenska liðinu eftir leikinn gegn Kósóvó. Óskar segir að ekki sé hægt að kvarta yfir árangri liðsins en blikur séu á lofti með leik liðsins. 27. mars 2017 06:30 Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44 Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Sjáðu mörkin sem tryggðu Íslandi sigur í Shkodër | Myndband Ísland bar sigurorð af Kósóvó á útivelli, 1-2, í undankeppni HM 2018 í kvöld. 24. mars 2017 22:17
Óskar Hrafn: Guð hjálpi landsliðinu ef Gylfi Sigurðsson meiðist Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnusérfræðingur íþróttadeildar 365, rýnir í stöðuna á íslenska liðinu eftir leikinn gegn Kósóvó. Óskar segir að ekki sé hægt að kvarta yfir árangri liðsins en blikur séu á lofti með leik liðsins. 27. mars 2017 06:30
Einkunnir íslenska liðsins | Gylfi maður leiksins Ísland er komið upp í 2. sæti I-riðils í undankeppni HM 2018 eftir 1-2 útisigur á Kósóvó í kvöld. 24. mars 2017 21:44
Gylfi Þór: Hefðum getað gleymt 1. sætinu ef við hefðum tapað Gylfi Þór Sigurðsson var ánægður með sigurinn á Kósóvó. 24. mars 2017 22:08