Louis van Gaal til bjargar Hollendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2017 13:45 Louis van Gaal stýrði síðast liði Manchester United. Vísir/Getty Hollendingar eru enn að ná sér eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Íslendingum í undankeppni EM 2016 en landsliðið er nú í hættu á að missa af öðru stórmótinu í röð. Holland tapaði 2-0 á móti Búlgaríu í undankeppni HM um helgina og er nú í fjórða sæti í sínum riðli. Það þarf hollenskt kraftaverk til að bjarga málunum og Hollendingar ákváðu að gera stóra breytingu. Hollenska knattspyrnusambandið rak þjálfarann Danny Blind eftir leikinn og hefur nú leitað til eins síns farsælasta þjálfara til að finna rétta manninn til að taka við landsliðinu sínu. Louis van Gaal hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Manchester United síðasta vor en hann hefur sjálfur stýrt hollenska landsliðinu í tvígang, fyrst 2000 til 2002 og svo aftur 2012 til 2014. Louis van Gaal mun vera ráðgjafi hollenska sambandsins í leitinni að næsta þjálfara en það fylgir þó sögunni að Van Gaal er samt sem áður einn af þeim sem gætu hreppt starfið. Van Gaal hefur gríðarlega reynslu og hefur unnið á mörgum stöðum. Hann ætti því að hafa miklar skoðanir hvaða leið eigi að fara. Stefna hollenska sambandsins eins og staðan er í dag er að ráða erlendan þjálfara. Hollendingar hafa ekki verið með erlendan þjálfara síðan að Austurríkismaðurinn Ernst Happel stýrði liðinu frá 1977 til 1978. Blind var búinn að þjálfa liðið síðan 2015 en Guus Hiddink hætti með liðið eftir eitt ár í starfinu. Nú er bara að sjá hvort Louis van Gaal komi til bjargar Hollendingum. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45 Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30 Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30 Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Hollendingar eru enn að ná sér eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Íslendingum í undankeppni EM 2016 en landsliðið er nú í hættu á að missa af öðru stórmótinu í röð. Holland tapaði 2-0 á móti Búlgaríu í undankeppni HM um helgina og er nú í fjórða sæti í sínum riðli. Það þarf hollenskt kraftaverk til að bjarga málunum og Hollendingar ákváðu að gera stóra breytingu. Hollenska knattspyrnusambandið rak þjálfarann Danny Blind eftir leikinn og hefur nú leitað til eins síns farsælasta þjálfara til að finna rétta manninn til að taka við landsliðinu sínu. Louis van Gaal hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Manchester United síðasta vor en hann hefur sjálfur stýrt hollenska landsliðinu í tvígang, fyrst 2000 til 2002 og svo aftur 2012 til 2014. Louis van Gaal mun vera ráðgjafi hollenska sambandsins í leitinni að næsta þjálfara en það fylgir þó sögunni að Van Gaal er samt sem áður einn af þeim sem gætu hreppt starfið. Van Gaal hefur gríðarlega reynslu og hefur unnið á mörgum stöðum. Hann ætti því að hafa miklar skoðanir hvaða leið eigi að fara. Stefna hollenska sambandsins eins og staðan er í dag er að ráða erlendan þjálfara. Hollendingar hafa ekki verið með erlendan þjálfara síðan að Austurríkismaðurinn Ernst Happel stýrði liðinu frá 1977 til 1978. Blind var búinn að þjálfa liðið síðan 2015 en Guus Hiddink hætti með liðið eftir eitt ár í starfinu. Nú er bara að sjá hvort Louis van Gaal komi til bjargar Hollendingum.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45 Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30 Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30 Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45
Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30
Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30
Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35