James Rodríguez, fyrirliði kólumbíska landsliðsins í fótbolta, varð á í messunni á dögunum.
James sýndi þá nokkrum kólumbískum fjölmiðlamönnum fingurinn út um glugga á höfuðstöðvum kólumbíska knattspyrnusamband.
Því miður fyrir James náðist þetta á mynd sem má sjá hér að ofan.
James skoraði sigurmark Kólumbíu í 1-0 sigri á Bólivíu í undankeppni HM 2018 í síðustu viku. Kólumbíumenn þóttu ekki sannfærandi í leiknum en fjölmiðlar þar í landi hafa verið duglegir að gagnrýna landsliðið að undanförnu.
Kólumbía sækir Ekvador heim annað kvöld. Kólumbíumenn eru í 4. sæti Suður-Ameríkuriðilsins með 21 stig. Fjögur efstu liðin komast á HM í Rússlandi en liðið í 5. sæti fer í umspil.
James hefur átt erfitt uppdráttar hjá Real Madrid í vetur en hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í sjö deildarleikjum.

