Roy Keane skoraði tvö þegar við mættum Írum síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2017 06:30 Keane var lengi vel fyrirliði írska landsliðsins. vísir/getty Ísland og Írland mætast í kvöld í Dublin í vináttulandsleik en það er orðið langt síðan þessar þjóðir mættust á knattspyrnuvellinum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Íslenska landsliðið vann mikilvægan 2-1 sigur á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið en kemur við í Dublin á bakaleiðinni. Íslenska liðið spilar ekki á móti Írum á hverjum degi. Í haust verða liðin tuttugu ár síðan Írar mættu á Laugardalsvöllinn og unnu 4-2 sigur á Íslandi í undankeppni HM 1998. Þetta var fyrsti heimaleikur íslenska liðsins í keppni undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og íslenska liðið tapaði ekki heimaleik aftur fyrr en rúmur tveimur árum síðar. Liðið gerði meðal annars 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka og vann Rússa í Laugardalnum á þessum tveimur árum. Roy Keane, núverandi aðstoðarþjálfari Martins O’Neill hjá írska landsliðinu, var aðalstjarna leiksins í Laugardalnum 6. september 1997 en hann skoraði tvö mörk með tólf mínútna millibili í seinni hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1 en Keane jafnaði metin fyrst með skalla eftir horn og nýtti sér síðan varnarmistök og kom Írum í 3-2. Fjórða mark Íra kom síðan eftir að íslenska liðið hafði misst Lárus Orra Sigurðsson af velli með rautt spjald. Keane var þarna nýtekinn við fyrirliðabandinu hjá Manchester United og hann þrefaldaði markaskor sitt með landsliðinu með þessum tveimur mörkum. Landsliðsmörkin hans urðu á endanum níu talsins. Síðasti Íslendingurinn til að skora á móti Írum í Dublin var Ríkharður heitinn Jónsson sem skoraði bæði mörk Íslands í 4-2 tapi fyrir Írum í undankeppni EM í ágúst 1962. Íslensku strákarnir geta í kvöld orðið fyrstir Íslendinga til að vinna Íra í A-landsleik karla en Írar hafa unnið fimm af sjö landsleikjum þjóðanna og tveir leikjanna enduðu með jafntefli. Ári fyrir leikinn í Laugardal í september 1997 gerðu liðin markalaust jafntefli í Dublin. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira
Ísland og Írland mætast í kvöld í Dublin í vináttulandsleik en það er orðið langt síðan þessar þjóðir mættust á knattspyrnuvellinum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Íslenska landsliðið vann mikilvægan 2-1 sigur á Kósóvó í undankeppni HM á föstudagskvöldið en kemur við í Dublin á bakaleiðinni. Íslenska liðið spilar ekki á móti Írum á hverjum degi. Í haust verða liðin tuttugu ár síðan Írar mættu á Laugardalsvöllinn og unnu 4-2 sigur á Íslandi í undankeppni HM 1998. Þetta var fyrsti heimaleikur íslenska liðsins í keppni undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar og íslenska liðið tapaði ekki heimaleik aftur fyrr en rúmur tveimur árum síðar. Liðið gerði meðal annars 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka og vann Rússa í Laugardalnum á þessum tveimur árum. Roy Keane, núverandi aðstoðarþjálfari Martins O’Neill hjá írska landsliðinu, var aðalstjarna leiksins í Laugardalnum 6. september 1997 en hann skoraði tvö mörk með tólf mínútna millibili í seinni hálfleik. Brynjar Björn Gunnarsson og Helgi Sigurðsson höfðu komið Íslandi í 2-1 en Keane jafnaði metin fyrst með skalla eftir horn og nýtti sér síðan varnarmistök og kom Írum í 3-2. Fjórða mark Íra kom síðan eftir að íslenska liðið hafði misst Lárus Orra Sigurðsson af velli með rautt spjald. Keane var þarna nýtekinn við fyrirliðabandinu hjá Manchester United og hann þrefaldaði markaskor sitt með landsliðinu með þessum tveimur mörkum. Landsliðsmörkin hans urðu á endanum níu talsins. Síðasti Íslendingurinn til að skora á móti Írum í Dublin var Ríkharður heitinn Jónsson sem skoraði bæði mörk Íslands í 4-2 tapi fyrir Írum í undankeppni EM í ágúst 1962. Íslensku strákarnir geta í kvöld orðið fyrstir Íslendinga til að vinna Íra í A-landsleik karla en Írar hafa unnið fimm af sjö landsleikjum þjóðanna og tveir leikjanna enduðu með jafntefli. Ári fyrir leikinn í Laugardal í september 1997 gerðu liðin markalaust jafntefli í Dublin.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Sjá meira