Sara ekki bara „besta dóttirin“ heldur vann hún allar á The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2017 17:11 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Fésbókarsíða Crossfit Íslenska Crossfitkonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann fyrsta stigið á Crossfit heimsleikunum en þetta varð ljóst eftir að allar höfðu skilað inn fimmtu og síðustu æfingaröðinni sinni. Ragnheiður Sara var því best af þeim 150 þúsund keppendum út um allan heim sem reyndu sig við sömu fimm þrautir en hver þraut var gefin út á fimmtudegi og stelpurnar höfðu fram yfir helgi til að skila inn æfingunum, annaðhvort með að taka þær upp á myndband eða fá þær vottaðar af fullgildum fulltrúa frá Crossfit samtökunum. Sara var efst á heimsvísu eftir einvígið við Katrínu Tönju Davíðsdóttur eins og Vísir sagði frá í síðustu viku en þá átti stærsti hluti keppendanna eftir að skila inn sínum æfingum. Ragnheiður Sara gerði smá mistök í einvíginu og skilaði því aftur inn æfingunum og var þá mun fljótari. Hún kláraði fimmtu og síðustu æfingaröðina á 6:32 mínútum en hafði klárað á 6:56 mínútum í einvíginu. 6:32 mínútur skiluðu Ragnheiði Söru sjötta besta tímann af öllum og það dugði til þess að tryggja henni efsta sætið á The Open. Næsta stig er síðan álfukeppnin en þar keppir Ragnheiður Sara í Ameríkuriðlinum í fyrsta sinn en hún hefur hingað til keppt í Evrópuhlutanum. Ragnheiður Sara mun reyna í Ameríkuriðlinum að tryggja sér sæti á heimsleikunum sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst næstkomandi. Ragnheiður Sara varð í 9. sæti í fyrstu þrautinni, í 14. sæti í annarri þrautinni, í 3. sæti í þriðju þrautinni, í 2. sæti í fjórðu þrautinni og svo í 6. sæti í fimmtu og síðustu þrautinni. Hún fékk alls 34 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Í öðru sæti var Kari Peatce með 38 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði á 6:53 mínútum þegar hún vann einvígið sem varð á endanum 24. besti tíminn. Katrín Tanja endaði í tíunda sæti á heimsvísu en þrátt fyrir að vera inn á topp tíu þá endaði hún aðeins í fjórða sætinu af íslensku stelpunum. Annie Mist Þórisdóttir varð í sjöunda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í áttunda sæti. Íslensku dæturnar eru því áfram áberandi meðal bestu crossfit kvenna heimsins. Það má sjá öll úrslitin hér.Mat Fraser & Sara Sigmundsdottir Win 2017 CrossFit Open#intheopen #crossfitopen #crossfitgames https://t.co/7xRMdR6Bpi— The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) March 28, 2017 CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira
Íslenska Crossfitkonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir vann fyrsta stigið á Crossfit heimsleikunum en þetta varð ljóst eftir að allar höfðu skilað inn fimmtu og síðustu æfingaröðinni sinni. Ragnheiður Sara var því best af þeim 150 þúsund keppendum út um allan heim sem reyndu sig við sömu fimm þrautir en hver þraut var gefin út á fimmtudegi og stelpurnar höfðu fram yfir helgi til að skila inn æfingunum, annaðhvort með að taka þær upp á myndband eða fá þær vottaðar af fullgildum fulltrúa frá Crossfit samtökunum. Sara var efst á heimsvísu eftir einvígið við Katrínu Tönju Davíðsdóttur eins og Vísir sagði frá í síðustu viku en þá átti stærsti hluti keppendanna eftir að skila inn sínum æfingum. Ragnheiður Sara gerði smá mistök í einvíginu og skilaði því aftur inn æfingunum og var þá mun fljótari. Hún kláraði fimmtu og síðustu æfingaröðina á 6:32 mínútum en hafði klárað á 6:56 mínútum í einvíginu. 6:32 mínútur skiluðu Ragnheiði Söru sjötta besta tímann af öllum og það dugði til þess að tryggja henni efsta sætið á The Open. Næsta stig er síðan álfukeppnin en þar keppir Ragnheiður Sara í Ameríkuriðlinum í fyrsta sinn en hún hefur hingað til keppt í Evrópuhlutanum. Ragnheiður Sara mun reyna í Ameríkuriðlinum að tryggja sér sæti á heimsleikunum sem fara fram í Madison í Bandaríkjunum í ágúst næstkomandi. Ragnheiður Sara varð í 9. sæti í fyrstu þrautinni, í 14. sæti í annarri þrautinni, í 3. sæti í þriðju þrautinni, í 2. sæti í fjórðu þrautinni og svo í 6. sæti í fimmtu og síðustu þrautinni. Hún fékk alls 34 stig en markmiðið er að vera með sem fæst stig. Í öðru sæti var Kari Peatce með 38 stig. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði á 6:53 mínútum þegar hún vann einvígið sem varð á endanum 24. besti tíminn. Katrín Tanja endaði í tíunda sæti á heimsvísu en þrátt fyrir að vera inn á topp tíu þá endaði hún aðeins í fjórða sætinu af íslensku stelpunum. Annie Mist Þórisdóttir varð í sjöunda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir varð í áttunda sæti. Íslensku dæturnar eru því áfram áberandi meðal bestu crossfit kvenna heimsins. Það má sjá öll úrslitin hér.Mat Fraser & Sara Sigmundsdottir Win 2017 CrossFit Open#intheopen #crossfitopen #crossfitgames https://t.co/7xRMdR6Bpi— The Barbell Spin (@TheBarbellSpin) March 28, 2017
CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Sjá meira