Mikill uppgangur hjá Airbnb undanfarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. mars 2017 07:00 Brian Chesky (til vinstri), stofnandi og framkvæmdastjóri Airbnb, á ráðstefnu í Los Angeles í nóvember. nordicphotos/AFP Leiguþjónustan Airbnb aflaði milljarðs Bandaríkjadala í nýafstaðinni fjáröflunarlotu fyrirtækisins. Er það andvirði um 108 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til yfirvalda sem birtist í gær. Einnig kemur fram í tilkynningunni að fyrirtækið sé nú metið á 31 milljarð dala, andvirði um 3,3 billjóna íslenskra króna. Í síðustu fjáröflunarlotu fyrirtækisins aflaði fyrirtækið um fimm hundruð milljóna Bandaríkjadala þannig að ljóst er að áhugi fjárfesta hefur aukist talsvert. Frá árinu 2008 hefur alls verið fjárfest í fyrirtækinu fyrir þrjá milljarða Bandaríkjadala. Þar sem fyrirtækið er nú metið á 31 milljarð dala er það næstverðmætasta sprotafyrirtæki Bandaríkjanna á eftir Uber. Munurinn á verðmæti fyrirtækjanna er þó talsverður. Uber er metið á um 63 milljarða dala, andvirði 6,8 billjóna króna. Airbnb skilaði hagnaði í fyrsta sinn á seinni hluta síðasta árs. Forsvarsmenn Airbnb búst við því að fyrirtækið skili einnig hagnaði á þessu ári. Forsprakkar fyrirtækisins hafa þó ekki í huga að skrá fyrirtækið á markað vestanhafs á næstunni. Samkvæmt heimildarmanni Business Insider er það ekki inni í myndinni. Airbnb hyggst stækka við sig á komandi misserum. Fyrir ári sagði framkvæmdastjórinn Brian Chesky við blaðamann Bloomberg að fyrirtækið ætlaði ekki bara að miðla leigu á íbúðum. Einnig væri vilji fyrir því að hafa milligöngu um bókanir á veitingastaði, söfn, hjóla- og bílaleigur og hótel. Af því hefur hins vegar ekki orðið enn sem komið er. Í vikunni sem er að líða birti Íslandsbanki skýrslu um ferðaþjónustuna á Íslandi. Kom þar fram að Airbnb ætti stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þáttur Airbnb í hækkandi verði hefur orðið til þess að raddir hafi heyrst um að banna ætti þjónustuna hérlendis. Fyrirtækið mætir þó mótstöðu annars staðar en á Íslandi. Þannig sagði Tomás Regalado, borgarstjóri Miami-borgar í Bandaríkjunum, á fimmtudag að hann vildi að borgaryfirvöld beittu sér gegn þeim sem leigðu íbúðir sínar út til ferðamanna í gegnum þjónustu Airbnb. Ólöglegt er að leigja íbúðir í staka daga eða vikur samkvæmt lögum borgarinnar. „Öflugir þrýstihópar sem tala máli Airbnb munu reyna að sannfæra okkur um að við getum komist að samkomulagi. Að þetta fólk sé gott fyrir viðskiptalífið í borginni,“ sagði Regalado og bætti því við að leigjendur Airbnb-íbúða skapi ókyrrð í rólegri hverfum borgarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Leiguþjónustan Airbnb aflaði milljarðs Bandaríkjadala í nýafstaðinni fjáröflunarlotu fyrirtækisins. Er það andvirði um 108 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins til yfirvalda sem birtist í gær. Einnig kemur fram í tilkynningunni að fyrirtækið sé nú metið á 31 milljarð dala, andvirði um 3,3 billjóna íslenskra króna. Í síðustu fjáröflunarlotu fyrirtækisins aflaði fyrirtækið um fimm hundruð milljóna Bandaríkjadala þannig að ljóst er að áhugi fjárfesta hefur aukist talsvert. Frá árinu 2008 hefur alls verið fjárfest í fyrirtækinu fyrir þrjá milljarða Bandaríkjadala. Þar sem fyrirtækið er nú metið á 31 milljarð dala er það næstverðmætasta sprotafyrirtæki Bandaríkjanna á eftir Uber. Munurinn á verðmæti fyrirtækjanna er þó talsverður. Uber er metið á um 63 milljarða dala, andvirði 6,8 billjóna króna. Airbnb skilaði hagnaði í fyrsta sinn á seinni hluta síðasta árs. Forsvarsmenn Airbnb búst við því að fyrirtækið skili einnig hagnaði á þessu ári. Forsprakkar fyrirtækisins hafa þó ekki í huga að skrá fyrirtækið á markað vestanhafs á næstunni. Samkvæmt heimildarmanni Business Insider er það ekki inni í myndinni. Airbnb hyggst stækka við sig á komandi misserum. Fyrir ári sagði framkvæmdastjórinn Brian Chesky við blaðamann Bloomberg að fyrirtækið ætlaði ekki bara að miðla leigu á íbúðum. Einnig væri vilji fyrir því að hafa milligöngu um bókanir á veitingastaði, söfn, hjóla- og bílaleigur og hótel. Af því hefur hins vegar ekki orðið enn sem komið er. Í vikunni sem er að líða birti Íslandsbanki skýrslu um ferðaþjónustuna á Íslandi. Kom þar fram að Airbnb ætti stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þáttur Airbnb í hækkandi verði hefur orðið til þess að raddir hafi heyrst um að banna ætti þjónustuna hérlendis. Fyrirtækið mætir þó mótstöðu annars staðar en á Íslandi. Þannig sagði Tomás Regalado, borgarstjóri Miami-borgar í Bandaríkjunum, á fimmtudag að hann vildi að borgaryfirvöld beittu sér gegn þeim sem leigðu íbúðir sínar út til ferðamanna í gegnum þjónustu Airbnb. Ólöglegt er að leigja íbúðir í staka daga eða vikur samkvæmt lögum borgarinnar. „Öflugir þrýstihópar sem tala máli Airbnb munu reyna að sannfæra okkur um að við getum komist að samkomulagi. Að þetta fólk sé gott fyrir viðskiptalífið í borginni,“ sagði Regalado og bætti því við að leigjendur Airbnb-íbúða skapi ókyrrð í rólegri hverfum borgarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira