Alveg nákvæmlega eins körfur hjá feðgunum Dell og Steph Curry
Stefán Árni Pálsson skrifar
Dell Curry og Steph Curry.
Dell Curry lék lengi vel í NBA-deildinni en hann er faðir Steph Curry. Í vikunni komst drengurinn framúr föður sínum í skoruðum stigum í NBA en Steph hefur skorað 12.682 stig í deildinni en pabbinn gerði 12.670 stig á sínum ferli.
Í tilefni af því hefur Steph Curry Nation klippt saman myndband af körfum sem feðgarnir hafa skorað á sínum ferli. Þessar körfu eiga það sameiginlegt að þeir hafa báðar skorað alveg nákvæmlega eins.
Myndbandið er nokkuð skemmtilegt og má sjá það hér að neðan.