Pabbi Ball vill 112 milljarða skósamning fyrir synina þrjá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2017 08:00 Lonzo Ball. Vísir/Getty LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm. LaVar Ball hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum fyrir að fara mikinn í því að monta sig af strákunum sínum sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Elsti sonur hans, Lonzo Ball, spilar með háskólaliði UCLA en yngri bræður hans, LiAngelo og LaMelo, eru enn þá í menntaskóla. Þeir hafa hinsvegar ákveðið að spila með UCLA þegar þeir hafa aldur til þess. „Einn milljarður dollar og ekkert minna. Það er okkar tala, milljarður og annars gerist ekkert. Þeir þurfa ekki að láta okkur hafa allt í einu. Hundrað milljónir dollara á ári væri fínt,“ sagði LaVar Ball í viðtali við USA Today. Einn milljarður dollara er jafngildi 112 milljarða íslenskra króna en hundrað milljónir dollar eru rúmir ellefu milljarðar í íslenskum krónum. Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem margir telja að verði tekinn mjög snemma í nýliðavalinu í sumar. Hann er með 14,6 stig, 7,7 stoðsendingar, 6,1 frákast og 1,9 stolinn bolta að meðaltali í leik með UCLA í vetur og hefur auk þess hitti úr 41 prósent þriggja stiga skota sinna. LaVar Ball er svo sannarlega með peningaglampa í augunum og ætlar að sjá til þess að synirnir skaffi vel í framtíðinni. LaVar sagði í síðasta mánuði að ef elsti sonurinn, Lonzo, vildi ekki semja við Nike, Adidas eða Under Armour þá myndi hann skrifa undir við Big Baller Brand. Það vill svo til að LaVar Ball á einkaleyfið fyrir því merki og hann er einnig búinn að sækja um nauðsynleg leyfi til þess að hefja framleiðslu á íþróttavörum undir Big Baller Brand merkinu. Það er samt erfitt að sjá fyrir að LaVar Ball takist að gera samning fyrir alla synina í einu enda má sá yngsti sem dæmi ekki ganga frá slíkum samningi fyrr en í frysta lagi í mars árið 2020. Það verður fróðlegt að fylgjast með pabba Ball á næstunni en það má búast við því að hann eigi eftir að vera mjög áberandi fari svo að strákarnir komist allir í NBA-deildina í framtíðinni. Körfubolti NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
LaVar Ball er tilbúinn að selja syni sína fyrir einn milljarð dollara. Hann er þó ekki að selja strákana sína í bókstaflegri merkingu heldur réttinn til þess íþróttavörufyrirtækis sem vill að drengirnir spili í þeirra skóm. LaVar Ball hefur vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum fyrir að fara mikinn í því að monta sig af strákunum sínum sem eru allir í hópi efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Elsti sonur hans, Lonzo Ball, spilar með háskólaliði UCLA en yngri bræður hans, LiAngelo og LaMelo, eru enn þá í menntaskóla. Þeir hafa hinsvegar ákveðið að spila með UCLA þegar þeir hafa aldur til þess. „Einn milljarður dollar og ekkert minna. Það er okkar tala, milljarður og annars gerist ekkert. Þeir þurfa ekki að láta okkur hafa allt í einu. Hundrað milljónir dollara á ári væri fínt,“ sagði LaVar Ball í viðtali við USA Today. Einn milljarður dollara er jafngildi 112 milljarða íslenskra króna en hundrað milljónir dollar eru rúmir ellefu milljarðar í íslenskum krónum. Lonzo Ball er fjölhæfur leikstjórnandi sem margir telja að verði tekinn mjög snemma í nýliðavalinu í sumar. Hann er með 14,6 stig, 7,7 stoðsendingar, 6,1 frákast og 1,9 stolinn bolta að meðaltali í leik með UCLA í vetur og hefur auk þess hitti úr 41 prósent þriggja stiga skota sinna. LaVar Ball er svo sannarlega með peningaglampa í augunum og ætlar að sjá til þess að synirnir skaffi vel í framtíðinni. LaVar sagði í síðasta mánuði að ef elsti sonurinn, Lonzo, vildi ekki semja við Nike, Adidas eða Under Armour þá myndi hann skrifa undir við Big Baller Brand. Það vill svo til að LaVar Ball á einkaleyfið fyrir því merki og hann er einnig búinn að sækja um nauðsynleg leyfi til þess að hefja framleiðslu á íþróttavörum undir Big Baller Brand merkinu. Það er samt erfitt að sjá fyrir að LaVar Ball takist að gera samning fyrir alla synina í einu enda má sá yngsti sem dæmi ekki ganga frá slíkum samningi fyrr en í frysta lagi í mars árið 2020. Það verður fróðlegt að fylgjast með pabba Ball á næstunni en það má búast við því að hann eigi eftir að vera mjög áberandi fari svo að strákarnir komist allir í NBA-deildina í framtíðinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira