Tímamótatáningur fyrir franska landsliðið í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 18:00 Kylian Mbappe hefur verið líkt við Thierry Henry. Vísir/Getty Kylian Mbappe, táningurinn í framlínu Mónakó-liðsins, er búinn að vinna sér sæti í franska landsliðinu og það þýðir um leið skemmtileg tímamót fyrir franskan fótbolta. Kylian Mbappe er í 24 manna leikmannahópi Frakka fyrir leik á móti Lúxemborg í undankeppni HM og vináttuleik við Spán nokkrum dögum síðar. Kylian Mbappe hefur skorað 10 mörk í frönsku deildinni og skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Mbappe er fæddur 20. desember 1998 og verður því ekki nítján ára fyrr í lok ársins. Didier Deschamps er þjálfari franska landsliðsins í dag en hann var fyrirliði liðsins þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið sumarið 1998. Tímamótin eru tengd þessum titli fyrir að verða nítján árum síðan. Kylian Mbappe er nefnilega fyrsti landsliðsmaður Frakka sem fæddist eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1998. Kylian Mbappe hefur þegar verið líkt við Thierry Henry og þar er ekki leiðum að líkjast. Mónakó-liðið hefur slegið í gegn í vetur með blússandi sóknarleik þar sem Kylian Mbappe hefur verið í sviðsljósinu. Hann er þó ekki sá eini í liðinu sem eru í hópnum því þar eru einnig liðsfélagar hans Thomas Lemar, Benjamin Mendy og Djibril Sidibe. Meðal þeirra sem eru út í kuldanum hjá eru þeir Karim Benzema hjá Real Madrid og Alexandre Lacazette hjá Lyon.Landsliðshópur Frakka:Markverðir: Alphonse Areola (Paris Saint-Germain), Benoit Costil (Rennes) og Hugo Lloris (Tottenham Hotspur).Varnarmenn: Presnel Kimpembe (Paris Saint-Germain), Laurent Koscielny (Arsenal), Layvin Kurzawa (Paris Saint-Germain), Benjamin Mendy (Mónakó), Adil Rami (Sevilla), Bacary Sagna (Manchester City), Djibril Sidibe (Mónakó) og Samuel Umtiti (Barcelona).Miðjumenn: N'Golo Kante (Chelsea), Thomas Lemar (Mónakó), Blaise Matuidi (Paris Saint-Germain), Paul Pogba (Manchester United), Adrien Rabiot (Paris Saint-Germain), og Corentin Tolisso (Lyon).Sóknarmenn: Ousmane Dembele (Borussia Dortmund), Kevin Gameiro (Sevilla FC), Olivier Giroud (Arsenal), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Kylian Mbappe (Mónakó), Dimitri Payet (Marseille) og Florian Thauvin (Marseille).Kylian Mbappé's 2016/17 season:First senior hat-trick First Champions League goal First senior France call-up Unreal talent. pic.twitter.com/xj2Ap6pBtt— Squawka Football (@Squawka) March 16, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Sjá meira
Kylian Mbappe, táningurinn í framlínu Mónakó-liðsins, er búinn að vinna sér sæti í franska landsliðinu og það þýðir um leið skemmtileg tímamót fyrir franskan fótbolta. Kylian Mbappe er í 24 manna leikmannahópi Frakka fyrir leik á móti Lúxemborg í undankeppni HM og vináttuleik við Spán nokkrum dögum síðar. Kylian Mbappe hefur skorað 10 mörk í frönsku deildinni og skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Mbappe er fæddur 20. desember 1998 og verður því ekki nítján ára fyrr í lok ársins. Didier Deschamps er þjálfari franska landsliðsins í dag en hann var fyrirliði liðsins þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið sumarið 1998. Tímamótin eru tengd þessum titli fyrir að verða nítján árum síðan. Kylian Mbappe er nefnilega fyrsti landsliðsmaður Frakka sem fæddist eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1998. Kylian Mbappe hefur þegar verið líkt við Thierry Henry og þar er ekki leiðum að líkjast. Mónakó-liðið hefur slegið í gegn í vetur með blússandi sóknarleik þar sem Kylian Mbappe hefur verið í sviðsljósinu. Hann er þó ekki sá eini í liðinu sem eru í hópnum því þar eru einnig liðsfélagar hans Thomas Lemar, Benjamin Mendy og Djibril Sidibe. Meðal þeirra sem eru út í kuldanum hjá eru þeir Karim Benzema hjá Real Madrid og Alexandre Lacazette hjá Lyon.Landsliðshópur Frakka:Markverðir: Alphonse Areola (Paris Saint-Germain), Benoit Costil (Rennes) og Hugo Lloris (Tottenham Hotspur).Varnarmenn: Presnel Kimpembe (Paris Saint-Germain), Laurent Koscielny (Arsenal), Layvin Kurzawa (Paris Saint-Germain), Benjamin Mendy (Mónakó), Adil Rami (Sevilla), Bacary Sagna (Manchester City), Djibril Sidibe (Mónakó) og Samuel Umtiti (Barcelona).Miðjumenn: N'Golo Kante (Chelsea), Thomas Lemar (Mónakó), Blaise Matuidi (Paris Saint-Germain), Paul Pogba (Manchester United), Adrien Rabiot (Paris Saint-Germain), og Corentin Tolisso (Lyon).Sóknarmenn: Ousmane Dembele (Borussia Dortmund), Kevin Gameiro (Sevilla FC), Olivier Giroud (Arsenal), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Kylian Mbappe (Mónakó), Dimitri Payet (Marseille) og Florian Thauvin (Marseille).Kylian Mbappé's 2016/17 season:First senior hat-trick First Champions League goal First senior France call-up Unreal talent. pic.twitter.com/xj2Ap6pBtt— Squawka Football (@Squawka) March 16, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Fleiri fréttir „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Sjá meira