Ferðin ævilanga Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2017 07:00 Þetta er mesti snjór sem ég hef séð á allri ævinni minni!“ sagði 9 ára skjólstæðingur minn á frístundaheimilinu síðastliðinn mánudag. Hann var kátur og rjóður í kinnum enda fannfergin enn þá sindrandi hvít og ósnert. Dúnalogn, heiður himinn, rassaþotur og paradís. Einlæg gleði barnanna yfir svo stórkostlegri tilbreytingu í veðráttuna var smitandi. Ég gladdist með þeim. Þangað til kom að því, síðar sama dag, að ég þurfti að taka strætó. Á 40 mínútum, sem venjulega eru fimm, silaðist vagninn beina leið neðan úr Vesturbænum og að stjórnarráðinu. Færðin var skelfileg og tíminn var afstæður. Andvörp þjáningarsystkina minna úr sætunum í kring blönduðust flautukór einkabílsins að utan. Inn í strætóinn kom svolítið sætur strákur. Tólf mínútur frá stjórnarráði og að Hörpu umbreyttust í jafnmörg ár. Ég og sæti strákurinn felldum hugi saman. Fimm ár liðu á Sæbrautinni og við giftum okkur, loksins. Þegar ellefan staðnæmdist við Hlemm var ég orðin þriggja barna móðir, tveir strákar og ein stelpa. Annar strákurinn svolítið listhneigður, hin tvö í raungreinum eins og pabbinn. Við Háteigskirkju fluttu börnin út. Í Lágmúlanum komum við heim úr síðustu ferðinni okkar saman til Tenerife. Einhvers staðar á milli Fellsmúla og Austurvers lagði ég eiginmann minn til hinstu hvílu. Ég steig út úr strætisvagninum við RÚV. Skyndilegur veturinn, með dyggri aðstoð umferðar og óþolinmæði, hafði gert hið hefðbundna 18 mínútna ferðalag að 90 mínútna ferðalagi. Ævi mín var öll. En svo byrjaði tíminn aftur að líða. Og undir leikandi hlátrasköllum ókunnugra barna bölvaði ég snjónum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun
Þetta er mesti snjór sem ég hef séð á allri ævinni minni!“ sagði 9 ára skjólstæðingur minn á frístundaheimilinu síðastliðinn mánudag. Hann var kátur og rjóður í kinnum enda fannfergin enn þá sindrandi hvít og ósnert. Dúnalogn, heiður himinn, rassaþotur og paradís. Einlæg gleði barnanna yfir svo stórkostlegri tilbreytingu í veðráttuna var smitandi. Ég gladdist með þeim. Þangað til kom að því, síðar sama dag, að ég þurfti að taka strætó. Á 40 mínútum, sem venjulega eru fimm, silaðist vagninn beina leið neðan úr Vesturbænum og að stjórnarráðinu. Færðin var skelfileg og tíminn var afstæður. Andvörp þjáningarsystkina minna úr sætunum í kring blönduðust flautukór einkabílsins að utan. Inn í strætóinn kom svolítið sætur strákur. Tólf mínútur frá stjórnarráði og að Hörpu umbreyttust í jafnmörg ár. Ég og sæti strákurinn felldum hugi saman. Fimm ár liðu á Sæbrautinni og við giftum okkur, loksins. Þegar ellefan staðnæmdist við Hlemm var ég orðin þriggja barna móðir, tveir strákar og ein stelpa. Annar strákurinn svolítið listhneigður, hin tvö í raungreinum eins og pabbinn. Við Háteigskirkju fluttu börnin út. Í Lágmúlanum komum við heim úr síðustu ferðinni okkar saman til Tenerife. Einhvers staðar á milli Fellsmúla og Austurvers lagði ég eiginmann minn til hinstu hvílu. Ég steig út úr strætisvagninum við RÚV. Skyndilegur veturinn, með dyggri aðstoð umferðar og óþolinmæði, hafði gert hið hefðbundna 18 mínútna ferðalag að 90 mínútna ferðalagi. Ævi mín var öll. En svo byrjaði tíminn aftur að líða. Og undir leikandi hlátrasköllum ókunnugra barna bölvaði ég snjónum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun