Óttast að Kevin Durant verði frá í nokkra mánuði Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 11:00 Kevin Durant, leikmaður Golden State Warriors, fór meiddur af velli eftir 93 sekúndur í nótt þegar liðið tapaði á móti Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta. Durant varð fyrir því óláni að liðsfélagi hans, Zaza Pachulia, datt á hann með þeim afleiðingum af yfirspenna kom á hnéð. Durant fer í myndatöku í dag til að fá úr því skorið hversu alvarleg meiðslin eru en samkvæmt fréttum vestanhafs óttast Golden State-menn að ofurstjarnan verði frá í nokkra mánuði. Silfurlið síðustu leiktíðar hefur nú þegar brugðist við en það ætlar að fá reynsluboltann Matt Barnes til liðs við sig. Hann er án liðs eftir að vera leystur undan samningi frá Sacramento í lok síðasta mánaðar. Golden State var búið að ganga frá komu spænska bakvarðarins José Calderón og við það verður staðið. Hann verður aftur á móti leystur strax undan samningi til að búa til pláss fyrir Barnes. Golden State er á toppnum í vesturdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA. Það er búið að vinna 50 leiki og tapa tíu og stefnir í að liðið verði með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Fari svo að Durant missi af restinni af tímabilinu dældar það augljóslega titilvonir Golden State verulega en meistarar Cleveland Cavaliers, sem eru taldir helsti keppinautur Warriors eins og í fyrra, hafa verið að bæta við sig mönnum undanfarna daga. NBA Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Golden State Warriors, fór meiddur af velli eftir 93 sekúndur í nótt þegar liðið tapaði á móti Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta. Durant varð fyrir því óláni að liðsfélagi hans, Zaza Pachulia, datt á hann með þeim afleiðingum af yfirspenna kom á hnéð. Durant fer í myndatöku í dag til að fá úr því skorið hversu alvarleg meiðslin eru en samkvæmt fréttum vestanhafs óttast Golden State-menn að ofurstjarnan verði frá í nokkra mánuði. Silfurlið síðustu leiktíðar hefur nú þegar brugðist við en það ætlar að fá reynsluboltann Matt Barnes til liðs við sig. Hann er án liðs eftir að vera leystur undan samningi frá Sacramento í lok síðasta mánaðar. Golden State var búið að ganga frá komu spænska bakvarðarins José Calderón og við það verður staðið. Hann verður aftur á móti leystur strax undan samningi til að búa til pláss fyrir Barnes. Golden State er á toppnum í vesturdeildinni og með bestan árangur allra liða í NBA. Það er búið að vinna 50 leiki og tapa tíu og stefnir í að liðið verði með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Fari svo að Durant missi af restinni af tímabilinu dældar það augljóslega titilvonir Golden State verulega en meistarar Cleveland Cavaliers, sem eru taldir helsti keppinautur Warriors eins og í fyrra, hafa verið að bæta við sig mönnum undanfarna daga.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Sjá meira