Mannætusagan Ögmundur Jónasson skrifar 2. mars 2017 07:00 Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nýlega var efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík um hættuna sem stafar af innflutningi á hráum matvælum. Færustu sérfræðingar kortlögðu á skýran hátt í máli og myndum hver hættan væri. Málflutningurinn var hófsamur og öfgalaus. Það verður hins vegar ekki sagt um niðurstöðurnar, staðreyndirnar sem sérfræðingarnir bentu á, þær voru hrollvekjandi og martraðarkenndar. Og martröðin er veruleiki, ekki draumur: Notkun sýklalyfja í dýrum til manneldis fer ört vaxandi og það sem verra er, þessu tengt er að bakteríur, sem eru ónæmar fyrir lyfjum, eru að verða mjög alvarleg ógn á sjúkrahúsum. Þessar bakteríur berast með dýraafurðum.Sumir tala um heimóttarskap, aðrir um auðlind Þennan blákalda veruleika eru menn nú að vakna upp við. Jafnframt sjá sífellt fleiri Íslendingar sóknarfærin í því að verja þá auðlind sem sjúkdómafríir bústofnar eru, og þar af leiðandi sú heilnæma matvara sem íslenskur landbúnaður framleiðir. Þeir eru engu að síður margir sem telja allt þetta vera rugl og vitleysu og að það sé fáránlegur heimóttarskapur að galopna ekki fyrir flæði hrávöru inn í landið. Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað valdi þessu, og komist að þeirri niðurstöðu að margir borgarbúar hafi fjarlægst matvælaframleiðsluna eftir að við hættum að vera bænda- og sjómannasamfélag að uppistöðu til. Þegar sú var raunin var þorri landsmanna tengdari matvælaframleiðslunni en nú er. Á móti kemur – hélt ég – meiri vitund um mikilvægi hvers kyns heilnæmis í fæðu og lífsháttum.Bara vigt og verð? Ráðherra landbúnaðarmála segist ætla að láta stjórnast af hagsmunum neytenda. Láti gott á vita, það er að segja ef ráðherrann er að tala um heilnæmi vörunnar, gæðin. Í augum margra neytenda er matvara fyrst og síðast málefni buddunnar. Kjöt er þannig rauður biti á hvítum plastbakka sem hefur vigt og verð. Með öðrum orðum, kjöt er bara kjöt. En er það svo? Er kjöt bara kjöt? Ég bar þetta undir tvo menn. Annar er kúabóndi í mjólkur- og kjötframleiðslu, hinn neytandi af þeirri tegund sem telur sig vera heimsborgara og blæs á allt verndartal, eða kjaftæði, eins og hann myndi kalla það.Svör úr tveimur áttum Kúabóndinn sagðist geta svarað með dæmi úr eigin reynsluheimi. „Ég er með heilbrigðan og góðan kúastofn sem sjúkdómar hafa almennt ekki plagað,“ sagði hann. „Það breytir því ekki að einstaklingarnir eru missterkir og heilbrigðir frá náttúrunnar hendi. Þegar ég læt slátra fyrir mig til heimaneyslu, ofan í börnin mín, þá neita ég því ekki að ég leyfi mér að velja gripi sem hafa alla tíð verið heilbrigðir. Svarar þetta spurningu þinni?“ Heimsborgarinn sagði að vissulega væri kjöt misjafnt að gæðum, það hefði hann reynt á veitingahúsum stórborganna, „en þá er bara að finna þá veitingastaði sem eru traustir“. Um sjúkdóma og sýklalyf vildi hann ekki ræða og sagði það ekki koma málinu við enda væri kjöt fyrst og fremst kjöt, þótt bitarnir væru að sönnu misgóðir og færi það eftir hvernig framreitt væri, skorið og matbúið.Svarafátt Ég var mát og ákvað því að láta mannætusöguna vaða. „Ef þú værir mannæta,“ spurði ég, „og þér væri boðið til matar, en þér jafnframt sagt að viðkomandi hefði verið berklaveikur og því þurft að innbyrða talsvert af lyfjum um dagana, og enn kynni að eima eftir af sjúkdómnum, hvort hefðirðu þá pantað léttsteikt og rautt eða gegnumsteikt, well done?“ Heimsborgaranum vafðist tunga um tönn.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun