Google Assistant í fleiri síma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2017 07:00 Google Assistant er sagt vera fullkomnara en Siri og Cortana. Nordicphotos/AFP Google Assistant, raddstýrður aðstoðarmaður úr smiðju Google, er nú fáanlegur á fleiri Android-símum. Hingað til hafði forritið eingöngu verið fáanlegt fyrir Pixel-síma Google. Frá þessu greindi Google á dögunum. Google Assistant svipar til Siri, sem eigendur iPhone-síma þekkja, og Cortönu, sem notendur Windows 10 þekkja. Getur forritið tekið við raddskipunum eða einfaldlega spjallað við notendur ef sá gállinn er á þeim. Samkvæmt umfjöllun TechCrunch um Google Assistant er forritið fullkomnara en Siri, Cortana og Alexa að því leyti að það á auðveldara með að halda áfram samtali við notandann án þess að ítreka þurfi sömu spurninguna. Samtalið sé sem sagt náttúrulegra og líkara raunverulegu samtali. Þá getur Google Assistant, líkt og sambærileg forrit, minnt mann á viðburði, tekið myndir, þýtt texta, veitt leiðsögn, kíkt á veðrið og svo framvegis. Hundruð milljóna Android-notenda fá því aðgengi að aðstoðarmanninum nú þegar. Aðgengið er bundið við Marshmallow og Nougat útgáfur Android-stýrikerfisins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Google Assistant, raddstýrður aðstoðarmaður úr smiðju Google, er nú fáanlegur á fleiri Android-símum. Hingað til hafði forritið eingöngu verið fáanlegt fyrir Pixel-síma Google. Frá þessu greindi Google á dögunum. Google Assistant svipar til Siri, sem eigendur iPhone-síma þekkja, og Cortönu, sem notendur Windows 10 þekkja. Getur forritið tekið við raddskipunum eða einfaldlega spjallað við notendur ef sá gállinn er á þeim. Samkvæmt umfjöllun TechCrunch um Google Assistant er forritið fullkomnara en Siri, Cortana og Alexa að því leyti að það á auðveldara með að halda áfram samtali við notandann án þess að ítreka þurfi sömu spurninguna. Samtalið sé sem sagt náttúrulegra og líkara raunverulegu samtali. Þá getur Google Assistant, líkt og sambærileg forrit, minnt mann á viðburði, tekið myndir, þýtt texta, veitt leiðsögn, kíkt á veðrið og svo framvegis. Hundruð milljóna Android-notenda fá því aðgengi að aðstoðarmanninum nú þegar. Aðgengið er bundið við Marshmallow og Nougat útgáfur Android-stýrikerfisins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira