Ég ligg ekki bara í sólbaði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2017 06:30 Elvar er hér í búningi Barry þar sem hann hefur farið á kostum. Vísir7Getty „Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“ EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
„Úrslitahelgin fer fram í Daytona og þetta verður mikil upplifun,“ segir Elvar Már Friðriksson en hann er búinn að leiða Barry-háskólann frá Miami í undanúrslit í Sunshine State-deildinni, SSC, í Bandaríkjunum. Njarðvíkingurinn hefur farið á kostum í liði Barry með 16,5 stig og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Barry vann deildina og Elvar Már var kosinn besti leikmaður deildarinnar. Hann átti stórleik er Barry lagði Florida Tech, 87-84, í átta liða úrslitum SSC. Þá skoraði hann 20 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 7 fráköst.Æfir alltaf aukalega „Mér líkar mjög vel hérna. Ég er í góðu umhverfi og það finnst mér skipta máli. Það er aðalástæðan fyrir að mér gengur svona vel,“ segir Elvar hógvær en hann leggur mikið á sig. „Ég æfi aukalega alla daga og er ekkert í sólbaði út í eitt. Það skemmir ekkert að hafa þetta veður hérna þó svo maður eyði mestum tíma innandyra. Mér finnst ég vera að bæta leik minn heilt yfir. Ég hef verið að leggja áherslu á að bæta hraða og styrk. Ég hef verið með lyftingaáætlun frá landsliðinu svo skýt ég mikið aukalega. Ég er því að bæta mig jafnt og þétt.“ Það er auðvitað mikill heiður fyrir Elvar Má að hafa verið valinn bestur í deildinni. Hann var valinn nýliði ársins í fyrra og er annar leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hlýtur báðar útnefningarnar.Elvar Már Friðriksson.Mynd/Heimasíða BarrySkemmtileg viðurkenning „Það var ágætis viðbót við að vinna deildina. Kjörið var á milli mín og eins liðsfélaga míns. Ég held ég hafi unnið hann með einu atkvæði. Ég var því heppinn að vinna og ég er mjög glaður með það. Þetta er skemmtileg viðurkenning,“ segir Njarðvíkingurinn en fyrsta árið í Bandaríkjunum var hann í LIU-háskólanum í New York. Hann sér ekki eftir að hafa skipt og segist hafa valið rétt. Verki Elvars og félaga er ekki lokið og þeir ætla sér alla leið um helgina. „Við unnum deildina og ég held að við séum líklegastir. Þetta er samt útsláttarkeppni og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það er svolítið spurning um dagsformið í þessum leikjum. Ég tel okkur líklega. Erum á góðu skriði og ég held að við eigum góða möguleika. Þetta verður mikil upplifun og mikil umgjörð í kringum helgina. Þetta verður mjög amerískt. Þeir kunna þetta hérna,“ segir Elvar léttur en hann er í krefjandi námi í viðskiptastjórnun. „Þetta er bara körfubolti og skóli hérna.“ Elvar Már klárar námið næsta vetur og tók aldrei annað í mál. „Menntunin er jafn mikilvæg og körfuboltinn,“ segir þessi hæfileikaríki leikmaður en hann hefur sett stefnuna á atvinnumennskuna eftir háskólanámið. „Áður en ég kom út var markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku. Ég ætlaði að nota þetta sem stökkpall í atvinnumennskuna og eftir tímann hér verð ég meira tilbúinn í það. Bæði sem leikmaður og manneskja.“Ætlar að komast á EM Hugur Elvars er aftur á móti ansi mikill á EM í körfubolta en þangað ætlar hann sér að komast. „Það er mín aðalhvatning að komast á EM. Ég missti af því síðast þar sem ég var að skipta um skóla. Ég ætla ekki að missa af því aftur. Ég hef lagt hart að mér og ætla að komast í hópinn.“
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Stjarnan | Grannaslagur í bikarnum Í beinni: Ármann - Hamar/Þór | Spennandi bikarslagur í Höllinni Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira