Segir íbúa virkilega reiða yfir niðurskurði Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. mars 2017 15:30 „Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg. Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Sjá meira
„Þetta er reiðarslag, það er ekki hægt að segja neitt annað en það,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, vegna niðurskurðar á vegaframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum. „Það er svakalegt uppnám. Fólk er virkilega reitt og þetta er óskiljanlegt hvernig það má vera að þetta komi fram núna þegar það eru einungis örfáar vikur í álit skipulagsstofnunar vegna þessarar vegagerðar. Og það hefur verið í okkar huga alveg tryggt að farið væri í þá framkvæmd þegar búið væri að fara í undirbúningsvinnuna,“ segir hún. Ríkisstjórnin stendur nú í þeirri vinnu að skera samgönguáætlun niður um tíu milljarða. Vestfirðir finna mest fyrir niðurskurðarhnífnum en starfandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir íbúa svæðisins ítrekað hafa verið svikna um samgönguumbætur.Sjá: „Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar.“ 1200 milljónir króna voru eyrnamerktar Vestfjarðaveg um Gufudalssveit í ár en öll sú fjárhæð verður skorin niður. 400 milljónir áttu þá að fara í Dynjandisheiði, það hefur allt verið skorið niður. Næstmesti niðurskurðurinn verður á sunnanverðum Austfjörðum. Einn milljarður átti að fara í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót. Þar verða núll krónur eftir niðurskurð og 400 milljónir áttu að fara í að klára hringveginn um Berufjarðarbotn. Aðspurð hvort að íbúar á svæðinu séu orðnir langþreyttir á bið eftir samgönguúrbótum á svæðinu segir Friðbjörg að það sé vægt til orða tekið. „Það er eiginlega ótrúlegt hve þolinmótt fólk er og hve mikið langlundargeð er á þessu svæði,“ segir hún. „Ég held að það myndi ekki gerast í neinu öðru landi sem við berum okkur saman við að það myndi viðgangast samgönguæeysið og að tenging við höfuðborgarsvæðið sé ekki fullnægjandi árið 2017 það er náttúrulega bara forkastanlegt.“ Hún segir íbúa sunnanverðra Vestfjarða ítrekað svikna um samgönguúrbætur. „Þetta er búið að fara í gegn um ríkisstjórn eftir ríkisstjórn þar sem loforð hafa verið gefin og ekki hefur verið staðið við þau, það verður að klára þetta nú þegar. Ég ákalla bæði ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma þessu á hreint svo að fólk þurfi ekki að liggja andvaka yfir þessum ömurlegu fréttum,“ segir Friðbjörg.
Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Sjá meira